Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 17
16
á að reyna að skilja líf og hegðun undirsáta út frá forsendum þeirra sjálfra
óháð því hvaða þýðingu sú hegðun hafi haft fyrir hið stærra samhengi sög-
unnar, ef nokkra. Gengið er út frá því að menning undirsáta hafi verið utan
við eða a.m.k. á jaðri forræðis valdastétta, og jafnframt í andstöðu við þær.
Með réttum aðferðum geti fræðimenn borið kennsl á hina „raunverulegu“
alþýðumenningu og það hugarfar og þá sjálfsvitund sem þar lá að baki.33
Hins vegar hefur sjónum í auknum mæli verið beint að hversdagslegri
formum félagslegra samskipta, að táknrænum og einhverju leyti huldum
formum tjáningar og andófs, sem eigi sér stað í annars konar rýmum
en því opinbera og auðsæja sem áður hafði fangað mesta athygli fræði-
manna.34 Af þeim síðarnefndu hefur kenning James C. Scott um „hvers-
dagsandóf“ reynst einna áhrifamest. Kenning hans snýr í stuttu máli að
þeim fjölbreytilegu leiðum sem undirsátar hafa til að andæfa valdbeitingu
í sínu daglega lífi. Slór í starfi, þjófnaður, rógburður, skemmdarverk, flótti
og önnur „vopn hinna veiku“ séu algengustu tæki undirsáta til að „draga úr
eða gangast ekki við kröfum … settum fram af stéttinni sem hefur vald …
eða til að koma sínu fram … gagnvart valdastéttum“.35 Samkvæmt Scott á
andóf sér oftast stað innan þeirra valdaafstæðna sem einstaklingar standa
frammi fyrir í sínu daglega lífi og líkt og dropinn holi steininn þá hafi
hversdagsandóf meiri langtímaáhrif á sögulega þróun heldur en virðist við
fyrstu sýn. Hversdagsandóf verðskuldi athygli fræðimanna í samræmi við
það.36
Kenningar og rannsóknir James Scott og Subaltern Studies-hópsins hafa
verið mjög áhrifamiklar í hug- og félagsvísindum, þótt íslensk sagnritun
33 Sjá t.d. Partha Chatterjee, „The nation and its peasants“, Mapping Subaltern Studies
and the Postcolonial, ritstj. Vinayak Chaturvedi, London: Verso, 2000, bls. 8–23;
Ranajit Guha, „The prose of counter-insurgency“, Selected Subaltern Studies, ritstj.
Ranajit Guha og Gayatri Chakravorty Spivak, oxford: oxford University Press,
1988, bls. 45–86; Robert J.C. young, Postcolonialism: An Historical Introduction,
oxford: Blackwell, 2001, bls. 352–359.
34 Sjá t.d. Michel de Certeau, The Practice of Everyday Life, Berkeley: University of
California Press, 1984; Michael Adas, „From avoidance to confrontation: Peasant
protest in precolonial and colonial Southeast Asia“, Comparative Studies in History
and Society 2/1981, bls. 217–247; Alf Lüdtke, „organisational order or Eigensinn?
Workers’ privacy and workers’ politics in imperial Germany“, Rites of Power: Sym-
bolism, Ritual and Politics Since the Middle Ages, ritstj. Sean Wilentz, Philadelphia:
University of Pennsylvania Press, 1999, bls. 303–334.
35 James C. Scott, Weapons of the Weak: Everyday Forms of Peasant Resistance, New
Haven: yale University Press, 1985, bls. 290.
36 James C. Scott, Decoding Subaltern Politics: Ideology, Disguise, and Resistance in Agr-
arian Politics, New york: Routledge, 2013, bls. 64–73.
Vilhelm Vilhelmsson