Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 18
17
beri þess lítil merki.37 En áhersla þeirra á atbeina undirsáta og getu fræði-
manna til að nálgast og bera kennsl á hugarfar þeirra og vitund hefur
kallað á þónokkra gagnrýni. Bókmenntafræðingurinn Gayatri Spivak telur
til dæmis að með leit sinni að „vitund“ undirsáta gerist fræðimenn eins
konar búktalarar þeirra. Það sé ógjörningur fyrir fræðimann að stíga í
sömu spor, skilja á sama hátt, hugsa á sama hátt eða vera til og upplifa á
sama hátt og viðfangsefni hans. Undirsátinn sem komi fram á sjónarsviðið
í slíkum rannsóknum sé því aðeins sköpunarverk fræðimannsins en ekki
hinn „raunverulegi“ undirsáti.38 Gagnrýni Spivak er þörf áminning um
að sú þekking sem hægt er að mynda sér á öðrum einstaklingum er ávallt
brotakennd og takmörkuð, ekki síst þegar umræddir einstaklingar eru
manni framandi í tíma og/eða rúmi. En líkt og bandaríski bókmennta-
fræðingurinn John Beverly hefur bent á þá þýðir það ekki að fræðimenn
geti ekkert vitað um hugmyndir eða hegðun undirsáta fortíðarinnar eða
hafi ekkert markvert þar um að segja. Því síður að fræðimenn ættu ekki að
reyna að rannsaka þær hugmyndir og þá hegðun, líkt og mögulega mætti
ætla út frá orðum Spivak.39
Aðrir hafa gagnrýnt Scott og Subaltern Studies-hópinn fyrir að einfalda
um of sjálfsvitund, hugarheim og menningu undirsáta. Mannfræðingurinn
Sherry ortner hefur bent á að einstaklingar búa við margræða sjálfsmynd
þar sem ólík sjónarmið má finna samtímis í skoðunum sömu manneskj-
unnar og því sé erfitt – ef ekki ómögulegt – að bera kennsl á hinn and-
æfandi undirsáta, óháðan og andstæðan áhrifum ráðandi afla. Andóf sé
hluti af menningarlegu umhverfi einstaklingsins, hluti af hinu stærra sam-
hengi félagslegra tengsla en ekki andstæða þess.40 Stjórnmálafræðingurinn
Timothy Mitchell hefur sömuleiðis gagnrýnt þá fyrirfram gefnu forsendu
Scotts að einstaklingar séu sjálfstæðar skynsemisverur og að hegðun undir-
sáta byggi almennt á vel ígrunduðum ákvörðunum og raunsærri túlkun á
37 Undantekningar eru Finnur Magnússon, The Hidden Class: Culture and Class in
a Maritime Setting: Iceland 1880–1942, Árósum: Aarhus University Press, 1990
og Christina Folke Ax, „de Uregerlige: den islandske almue og øvrighedens re-
formforsøg 1700–1870“ [ritgerð til doktorsprófs], Kaupmannahöfn: Københavns
Universitet, 2003.
38 Gayatri Chakravorty Spivak, „Can the subaltern speak?“, Can the Subaltern Speak?
Reflections on the History of an Idea, ritstj. Rosalind C. Morris, New york: Columbia
University Press, 2010, bls. 237–291.
39 John Beverley, Subalternity and Representation: Arguments in Cultural Theory, dur-
ham: duke University Press, 1999, bls. 1–2; 65–84.
40 Sherry B. ortner, „Resistance and the problem of ethnographic refusal“, Com-
parative Studies in Society and History 1/1995, bls. 173–193.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS