Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 19
18
aðstæðum. Hann segir sjálf einstaklinga verða til og mótast í menningar-
legu umhverfi sem einkennist af stigveldi og margs konar þrýstingi um
samlögun að ríkjandi normum. Þó að það umhverfi sé sífelldum breyting-
um undirorpið þá sé vitund einstaklinga aldrei ósnert af mótandi áhrifum
þess. Undirsátinn komist m.ö.o. aldrei alfarið undan áhrifum formgerða
og taumhalds á hugarfar hans og hegðun.41
Það eru því skiptar skoðanir meðal fræðimanna á mótandi áhrifum
valdahópa og eðli atbeina undirsáta. Þrátt fyrir það má segja að fræðimenn
séu almennt sammála um gagnsemi þess að rannsaka hlutskipti undirsáta
í valdaafstæðum, sem hvorki séu augljós né sjálfgefin. Hæfni undirsáta til
að hugsa og framkvæma (og þar með til andófs) er ávallt til staðar óháð
því hvort sú hæfni mótast og takmarkast af formgerðum og taumhaldi eða
byggir á óháðum og frjálsum vilja einstaklingsins. Það er einmitt með því
að rannsaka andóf undirsáta í sögulegu ljósi og velta fyrir sér möguleikum
þeirra til sjálfstæðrar breytni og þeim tækifærum sem þeir sköpuðu sér
með atferli sínu sem einna helst er hægt að takast á við hinar erfiðu spurn-
ingar um formgerðir og forræði, atbeina og sjálfsvitund.42 En sú nálgun
vekur jafnframt upp spurningar um hið almenna og hið sértæka, um það
hvort hægt sé að alhæfa um þjóðfélagshópa, menningu eða tíðaranda í
ljósi rannsókna sem byggðar eru á heimildum sem hljóta ávallt að vera
takmarkaðar og brotakenndar. Er yfirhöfuð æskilegt að draga almennar og
altækar niðurstöður út frá þess háttar rannsóknum?
Einstaklingurinn og hið almenna
Sá þráður, sem tengir saman grasrótarsagnfræðinga, James Scott og
Subaltern Studies-hópinn, er viðleitni þeirra til að bera kennsl á, greina
og færa rök fyrir tilvist almennrar og útbreiddrar andófsmenningar meðal
viðfangsefna sinna. Samkvæmt þeim er með réttum aðferðum unnt að
bera kennsl á tilvist alþýðumenningar hverrar viðmið og gildi eru (eða
voru) öðruvísi, eða „sannari“, en menning valdhafa á hverjum tíma.43
41 Timothy Mitchell, „Everyday metaphors of power“, Theory and Society 5/1990, bls.
545–577.
42 Sjá umræðu hjá david Couzens Hoy, Critical Resistance: From Poststructuralism to
Post-Critique, Cambridge: The MiT Press, 2004, bls. 10–11; 114–123.
43 E.P. Thompson, Customs in Common, Pontypool: Merlin Press, 1991, bls. 188 o.v.;
James C. Scott, „Everyday forms of resistance“, Everyday Forms of Peasant Resistance,
ritstj. Forrest d. Colburn, London: M.E. Sharpe inc, 1989, bls. 3–33, hér bls. 6;
Ranajit Guha, „on some aspects of the historiography of colonial india“, Selected
Subaltern Studies, bls. 37–44.
Vilhelm Vilhelmsson