Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 22
21
legar heimildir í rannsóknum sínum eykur líkurnar á þess háttar túlkun.
Áherslan á þá sem kusu að „hnýta bagga sína öðrum hnútum en sam-
ferðamennirnir“,50 og hafa þar að auki látið eftir sig gnægð persónulegra
heimilda, setur þær valdaafstæður sem einkenndu líf allra hinna í skugg-
ann, ásamt þeim hversdagslegu átökum sem þeim tilheyrðu.
Auk einsögunnar hafa aðrar nýlegar rannsóknir í íslenskri sagnfræði –
einkum þær sem beita aðferðum kynjasögunnar – gefið atbeina, menningar-
mun og einstaklingsbundinni reynslu meiri gaum. Segja má að undan-
farinn áratug hafi áherslan færst frá formgerðum samfélagsins yfir á tilveru
einstaklinga innan þeirra og á þær orðræður sem bæði móta og mótast af
formgerð hvers tíma.51 Eitt einkenni þeirra rannsókna er að veita mennta-
viðleitni og menntaþrá undirsáta sérstaka athygli, ásamt því að greina
hvernig menntun getur samtímis styrkt í sessi hefðbundin hlutverk og
hugmyndir og skapað rými og grundvöll fyrir uppreisn og andóf.52 Í því
felast jafnframt takmarkanir þessara ágætu rannsókna. Líkt og með áherslu
einsögunnar á persónulegar heimildir og „óvenjulegt“ fólk þá felst í þess-
ari nálgun ákveðin jöðrun allra hinna, þeirra sem ekki höfðu tök á – eða
áhuga á – að mennta sig. Valdaafstæður hversdagsins í lífi fjöldans hverfa í
skuggann af hinum fáu og framsæknu sem sóttu sér menntun, eða óskuðu
sér hennar, og höfðu rænu á að skrifa um skoðanir sínar og reynslu. Það
má því kannski heimfæra gagnrýni Tolstojs á sagnritun sinna tíma upp á
þessar rannsóknir, að þess konar saga sé skrifuð af lærðum mönnum sem
telji það bæði eðlilegt og sjálfsagt að líta á athafnir eigin stéttar sem undir-
stöðu sögunnar.53
Hér er þó ekki ætlunin að taka undir þá algengu gagnrýni á íslensk-
ar einsögurannsóknir að þeir einstaklingar sem fjallað er um geti varla
50 Sigurður Gylfi Magnússon, Sögustríð: Greinar og frásagnir um hugmyndafræði,
Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna, 2007, bls. 111.
51 Sjá t.d. Guðmund Hálfdanarson, „Private spaces and private lives: Privacy, in-
timacy, and culture in icelandic 19th-century rural homes“, Power and Culture:
New Perspectives in Spatiality in European History, ritstj. Pieter François, Taina
Syrjämaa og Henri Terho, Pisa: Edizioni Plus – Pisa University Press, 2008, bls.
109–124; Sigríði Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur: Þjóðerni, kyngervi og vald á
Íslandi 1900–1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004; Erlu Huldu Halldórsdóttur,
Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2011.
52 Sjá t.d. Erlu Huldu Halldórsdóttur, Nútímans konur, bls. 228–255.
53 Leo Tolstoy, War and Peace, þýð. Louise & Aylmer Maude, Hertfordshire: Words-
worth, 1993, bls. 934.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS