Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 24
23
gekk inn í þinghúsið með húfu á höfði og bar sig að „helst til ósvífilega,
líkast að sjá, svosem til að sýna öðrum á sér kæruleysi, og virðingarleysi við
réttinn og þinghaldið“. Hann þverneitaði að hlýða skipun sýslumanns um
að taka húfuna ofan eða ganga út úr húsi og tjáðist aðspurður ekki þurfa
að „bera nokkra virðingu“ fyrir þeim sem þar væru saman komnir. Svo
fór á endanum að sýslumaður sló af Jónasi húfuna, sem gekk í kjölfarið út
og kom ekki aftur. Um haustið, þann 27. september, var réttað yfir Jónasi
vegna málsins og lauk því með sáttargjörð þar sem Jónas borgaði smásekt
og baðst auðmjúklega og opinberlega afsökunar á framferði sínu.58
Í dómabókinni er ekki tekið fram af hverju Jónas hegðaði sér svo ósvífi-
lega gagnvart valdsmönnum sýslunnar. En sé samhengi málsins skoðað
virðist það nokkuð ljóst. Jónas hafði sumarið 1850 eignast barn í lausaleik
með Sigurbjörgu Ólafsdóttur, ógiftri stúlku sem bjó ásamt móður sinni
og öðru heimilisfólki á bænum Kagarhóli. Til að geta verið hjá barns-
móður sinni og nýfæddu barni gerði hann samkomulag við Gísla Ólafsson,
frænda Sigurbjargar sem bjó á nálægum bæ, um að ráða sig í hálfa vist en
fá engu að síður að búa á Kagarhóli þar sem hann var ráðinn í fjórðungs
vist. Þaðan fór hann í kaupavinnu hér og þar um sveitina fram að næsta
vori. Hann kom hins vegar aldrei til frændans á Holtastöðum þar sem
hann var vistráðinn til hálfs, enda var sú ráðning vafalaust tilbúningur
frá upphafi. Lausamennska Jónasar barst til eyrna hreppstjóra sem kærði
Jónas til sýslumanns um vorið 1851.59 Það hlýtur að teljast líkleg skýring á
uppistandi Jónasar á manntalsþinginu þá um vorið.
Í hegðun Jónasar Péturssonar fólust margvísleg brot gegn skráðum og
óskráðum reglum þess samfélags sem hann tilheyrði. Lausamennska var
bönnuð – með sárafáum undantekningum – að viðlagðri þungri refsingu,
samvistir ógiftra elskenda voru afar illa séðar og kerfisbundið var reynt
að koma í veg fyrir slíkt, og alþýðu manna bar að sýna valdsmönnum til-
hlýðilega undirgefni og virðingu.60 Þetta var Jónasi að fullu ljóst, enda við-
urkenndi hann brot sín fúslega og lofaði bót og betrun. En í brotum hans
58 Þjóðskjalasafn Íslands [hér eftir Þjskjs.], Skjalasafn sýslumanna og sveitarstjórna,
Hún. V.23, bls. 92–94. Beinar tilvitnanir eru færðar til nútíma stafsetningar.
59 Sama heimild, bls. 79–81; 84; 92.
60 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, bls. 15–23; Guðmundur Hálfdanarson,
old provinces, modern nations: Political responses to state integration in late
nineteenth and early twentieth-century iceland and Brittany [ritgerð til doktors-
prófs], Cornell University, 1991, bls. 149–152; Magnús Stephensen, Ræður Hjálm-
ars á Bjargi, örn Hrafnkelsson bjó til prentunar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999,
bls. 12–13.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS