Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 26
25
Möguleikar
Íslensk sagnritun um hlutskipti alþýðu er ekki jafn einsleit og mætti
kannski ætla af þessari umfjöllun.64 Það er einnig full ástæða til að ítreka
að tilgangurinn með þessari grein er ekki að draga í efa niðurstöður gagn-
rýndra rannsókna. Hún er fremur yfirlýsing um möguleika nýrra sjón-
arhorna og kosti slíkra rannsókna sem viðbót við fyrrgreinda sagnritun.
Gagnrýnin er hvatning til aukinnar ritunar ‚andófssögu‘, sagnritunar sem
þjónað getur sem mótvægi við þá tilhneigingu að ganga út frá því að vald
ráðandi þjóðfélagshópa hafi með góðu eða illu verið samþykkt af undir-
sátum fyrr á tíð.65 Þó að Jón Vídalín hafi í postillu sinni boðað að menn
ættu að sætta sig við hlutskipti sitt í lífinu, og þótt postilla hans hafi verið
áhrifamikil og útbreidd, þá er ekki sjálfgefið að boði hans hafi ávallt verið
fylgt.66 Vinnufólk eignaðist börn þrátt fyrir að vera „félagslega ófrjótt“,
pör gáfu upp villandi upplýsingar um efnahag sinn til að komast fram hjá
lögum um öreigagiftingar, níðkvæði voru ort um ráðamenn og undirsátar
óhlýðnuðust með ýmsu móti skipunum „hins rjetta hlutaðeigandi yfir-
valds“. Undirsátar fyrri tíma voru alls ekki úrræðalausir og það sem þeir
gerðu er rannsóknarvert.
Með því að greina breytni þeirra í ljósi kenninga um tilvistarlegt og
hversdagslegt andóf er hægt að nálgast hversdagslegri birtingarmyndir
þeirra valdaafstæðna sem einkenndu íslenskt samfélag á fyrri tíð. Í and-
ófi felst á einhvern hátt afneitun á valdboði og það varpar því betur ljósi
á valdaafstæður en önnur möguleg viðbrögð. Það skapar togstreitu og
kallar á viðbrögð valdhafans og getur þannig knúið fram skýrari afmörkun
á umfangi valdsviðs hans. Auðveldara verður að bera kennsl á möguleika
64 Sagnritun um samband alþýðu og yfirvalda sem fellur illa eða jafnvel alls ekki
undir þessa gagnrýni er t.d. Guðmundur Hálfdanarson, „‘Kemur sýslumanni [það]
nokkuð við ...?’ Um þróun ríkisvalds á Íslandi á 19. öld“, Saga 1993, bls. 7–31; Már
Jónsson, „Konur fyrirgefa körlum hór“, Ný saga 1987, bls. 70–78.
65 dæmi um slíkt mótvægi eru t.d. Lára Magnúsardóttir, „Íslendingar á 18. öld: Um
veraldlegar hliðar mannlífsins“, Ný saga 1993, bls. 70–81; Finnur Magnússon,
The Hidden Class; Christina Folke Ax, de Uregerlige; Viðar Hreinsson, „Íslenska
akademían“.
66 Sjá umfjöllun um boðskap postillunnar hjá Braga Þorgrími Ólafssyni, „Í þágu niðj-
anna: Framtíðarsýn Íslendinga á nítjándu öld“, Sagnir 1999, bls. 4–11, hér bls. 5.
Sjá jafnframt umfjöllun Lofts Guttormssonar um viðleitni upplýsingarmanna til að
aga og fræða alþýðuna, viðleitni sem mætti eindregnu „skeytingar- og áhugaleysi“
meðal undirsáta. Loftur Guttormsson, „Bókmenning á upplýsingaröld: Upplýsing í
stríði við alþýðumenningu“, Gefið og þegið: Afmælisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni
sjötugum, Reykjavík: iðunn, 1987, bls. 247–289.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS