Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 33
32
Þorsteinn að nafni, hafi sagt Tyrkjunum hvernig þeir kæmust sunnan að
Heimaey þar sem ómögulegt var talið að komast upp á eyjuna.14 Þeir Páll
og Þorsteinn keppa um hlutverk Júdasar í píslarsögunni sem sögð er en það
þurfti ekki svikara til að segja Tyrkjum hvar Ísland væri. Árið 1627 hafði
það verið á landakortum af Evrópu í mörg hundruð ár en landakortagerð
hafði fleygt fram samfara auknum siglingum og þörf fyrir nýjar versl-
unarleiðir. Vestmannaeyjar höfðu verið miðstöð verslunar og viðskipta við
enska kaupmenn á sextándu öld og landsmenn átt við þá viðskipti áður en
danir bönnuðu það og innleiddu einokunarverslun í upphafi sautjándu
aldar.
Hitt er annað mál, eins og Sverrir Kristjánsson rekur í inngangi sínum
að Reisubók séra Ólafs Egilssonar (1969), að varðskip danakonungs hefði
átt að vera í förum til að verja dönsk kaupskip fyrir sjóránum og árásum
samkeppnisaðila á Atlantshafi þetta sumar. Slík herskip voru venjulega
send af stað með tilskipun í maí en sumarið 1627 voru hershöfðingjar
danakonungs svo miður sín yfir ósigrum og skrokkskjóðum í stríðinu við
Þjóðverja að þeir sendu ekki þessa tilskipun fyrr en 20. júlí, „degi síðar en
Tyrkir undu upp segl og héldu frá Vestmannaeyjum til Barbaríu“.15
Menningarheimar
Lýsingar samtímaheimilda á því hvernig Tyrkirnir gengu fram í ráninu eru
nákvæmar og bera þess vott að sjóræningjarnir voru ekki aðeins að taka
fanga heldur líka hræða heimamenn til að sýna vald sitt og veikja mótstöðu
þeirra. Þetta var alþekkt aðferð ræningjanna sem fóru oft illa með fórnar-
lömb sín í fyrstu árás, pyntuðu þau og limlestu, en fóru frekar vel með fólk
eftir að komið var um borð og fangarnir orðnir söluvara.16 Í frásögnum af
Tyrkjaráninu segir að tveir karlmenn hafi verið drepnir með því að skera
þvert á enni þeirra og fletta augabrúnunum niður fyrir augu sem er eins
konar sambland af því að taka höfuðleður þeirra og blinda þá. Karlar og
14 Sama heimild, bls. 78.
15 Sverrir Kristjánsson, „inngangur“, Reisubók séra Ólafs Egilssonar, Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1969, bls. 29. Séra Ólafur skráði sögu sína fljótt eftir heimkomuna en
hún kom út árið 1741 í Kaupmannahöfn undir titlinum: En kort Beretning um De
Tyrkiske Sø-Røveres onde Medfart og Omgang, da de kom til Island i Aaret 1627, og der
borttoge over 300 Mennesker, ihielsloge mange, og paa tyrannisk Maade ilde behandlede
dem. Sammenskriven af præsten oluf Eigilssen Fra Vest-Manøe, Som tillige blev ført
derfra til Algier, og 1628 kom tilbage igien. Men nu af islandsk oversat paa dansk.
Tryckt i dette Aar [1741?].
16 Robert C. davis Christian Slaves, Muslim Masters, bls. 36–56.
Dagný KRistjánsDóttiR