Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 39
38
Saids fyrir að vera of njörvaðar niður í tvíhyggjulíkön sem eru óhjákvæmi-
leg í díalektískri rökræðu og gagnleg í menningargreiningu, einkum þegar
hugmyndafræðilegt forræði er til umræðu. Fleiri hafa tekið í sama streng
og daniel J. Vitkus bendir á að ekki megi sjálfkrafa varpa þeirri andstæðu-
hugsun, sem heimsveldisstefnan byggir á hugmyndir sínar um Austurlönd,
yfir á aldirnar á undan henni. Andstæðurnar eru þar óstöðugar vegna þess
að trúarlegar hugmyndir og efnahagslegur veruleiki leggja til hliðarmerk-
ingar og forgangsröðun sem flækir notkun hugtaksins „óríentalismi“ eins
og Said skilgreinir það með síðari aldir í huga. Þetta kemur meðal annars
fram í bréfum Íslendinganna þar sem nýlendubúarnir hvítu og kristnu
reyna að hefja sig upp yfir hina nýju heiðnu og lituðu nýlenduherra sem
standa þeim svo miklu framar og stæra sig óspart af því.25
Guttormur Hallsson gengur lengra en Jón Jónsson í að setja sig í spor
nýlenduherranna og tjá ástæður þeirra fyrir því að vilja ekki kaupa íslensku
þrælana og út kemur eins konar umsnúinn óríentalismi þar sem fyrirlitn-
ing nýlenduherranna er byggð inn í sjálfsmat þess sem talar og tvöfaldar
hana þar með eins og sést hér: „Þeir kalla oss bestian, þar með villudýr.
En vér vitum þó meira en þeir, þakkir séu guði vorum“ (147). Með vörn-
inni gegn ásökun Tyrkjanna er réttmæti hennar staðfest. Tyrkirnir svipta
Íslendingana mannleika sínum og segja að þeir séu dýr en samt – samt –
vita „dýrin“ meira en þeir sem telja sig menn, af því að þau þekkja Guð á
himnum. Trúin á hann veitir þeim ekki aðeins styrk heldur er hún þeirra
eina von um frelsi af því að lausnargjald var ekki greitt fyrir fólk sem kast-
aði trúnni.
Þögnin – trámað
Allir þrír karlmennirnir, Ólafur, Jón og Guttormur, tala um pyntingar og
þrýsting á að þeir kasti trúnni og allir taka fram að þótt þeir hafi sætt harð-
ræði hafi konurnar verið ofsóttar hálfu meira. Frásagnirnar af fólki sem
var pyntað, jafnvel til dauða, vegna trúar sinnar fá á sig helgi- eða píslar-
sagnablæ með lærðu yfirbragði. Jón Jónsson segir frá stúlku: „Undir henni
bundinni og klæðflettri hefur eldur kveiktur verið, þó til forgefins.“26 Ef
til vill er frásögnin af illri meðferð á konunum tilraun til að vekja enn meiri
25 daniel J. Vitkus, Turning Turk. English theater and the multicultural Mediterranean
1570–1630, New york: Palgrave Macmillan, 2003, bls. 2–4; Andrea Bernadette,
„Trav els through “islam” in Early Modern English Studies“, CLIO 2/2006, bls.
232.
26 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 376.
Dagný KRistjánsDóttiR