Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 43
42
Guðríður var einn af föngunum 30 sem leystir voru úr haldi árið 1636
og til Kaupmannahafnar kom hópurinn um haustið. Ungur skólasveinn
í Frúarskóla, Hallgrímur Pétursson, var fenginn til að endurhæfa leys-
ingjana sem voru farnir að ryðga í trúnni eftir níu ár í Norður-Afríku.
Guðríður varð ófrísk eftir hann og þau bæði þar með hórdómssek þegar
þau sneru til Íslands árið eftir.39 Hún var 16 árum eldri en hann, hafði
verið 29 ára þegar henni var rænt og verið níu ár í Barbaríinu. Sem betur
fór hafði Eyjólfur maður hennar drukknað árið áður en samdráttur þeirra
Hallgríms og Guðríðar hófst.
Guðríður verður Tyrkja-Gudda
Í hönd fór sögulegt hjónaband sem hefur lifað eigin lífi í sögum þjóðarinn-
ar öldum saman. Eftir meiri þjáningar, félagslega niðurlægingu, fátækt og
barnsdauða, sem reyndi að sjálfsögðu á hjónabandið, varð Hallgrímur vel
efnaður prestur og vinur biskups en þegar þau hjón virtust komin á lygnan
sjó, efnahagslega og félagslega, veiktist Hallgrímur af holdsveiki sem dró
hann til dauða.
Hallgrímur Pétursson varð eitt mesta trúarskáld og trúartúlkandi mót-
mælendatrúarinnar á Íslandi, hylltur, dáður og elskaður síðari hluta ævi
sinnar. öðru máli gegndi um Guðríði, konu hans. Það er gömul og ný
saga að eiginkonur mikilmenna eru smækkaðar til að mikilmennin virki
stærri. Skemmst er að minnast leiðindalýsinga á ingibjörgu, konu Jóns
Sigurðssonar, og Xanþippu konu Sókratesar en fleiri „óþarfar unnustur“
mætti telja.40 Sigurður Nordal segir:
Síra Vigfús er ekki einn til frásagnar um það, að Gudda hafi verið
stygglynd. Jón frá Grunnavík segir: „Hún var hin mesta gribba og
trássaði iðuglega mót honum [Hallgrími], svo hann hafði þar stórt
böl af.“ Gísli Konráðsson segir: „Jafnan þótti hún geðstirð og óþýð
lengstum, ella væri blíðlæti hennar um of.“ Hallgrímssteinn er
skammt frá Saurbæ. Því örnefni fylgir sú saga, að þar hafi prestur
eftir þessum dómum því að menn höfðu ákveðna samúð með mökum hinna brott-
numdu.
39 Sjá Má Jónsson, „Hórdómur í Eyjum 1627–36“, Þjóðviljinn 10. mars 1989, bls. 15.
Hallgrímur varð hórsekur við það að liggja með giftri konu þótt hann væri ógift-
ur. Við fyrsta broti lá átta ríkisdala sekt og það voru miklir peningar hjá örbjarga
fólki.
40 Sjá dagný Kristjánsdóttir o.fl., „Hver/hvað var/er Jón Sigurðsson?“, Saga 1/2011,
bls. 13–52.
Dagný KRistjánsDóttiR