Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 44
43
oft setið og ort, því að heima á staðnum hafi honum varla verið vært
fyrir Guddu.41
Um Guðríði spunnust miklar sögur eins og sjá má. Munnmælasögur
og þjóðsögur um hana segja að hún hafi verið blendin í trúnni, ekki viljað
koma heim aftur úr Barbaríinu42 en það rímar illa við þá staðreynd að
hún borgaði sjálf tuttugu ríkisdali í lausnargjaldi sínu.43 Sagnir segja að
Guðríður hafi haft með sér frá heiðingjunum skurðgoð sem hún blótaði
á laun. Sálmaskáldið, maður hennar, hafi komið að henni dýrkandi skurð-
goðið og brennt það. Sigurður Nordal sem skrifaði eina af fyrstu varnar-
greinunum um Guðríði Símonardóttur bendir á hve fjarstæðukenndur
þessi samsetningur er því að engin trúarbrögð taka jafn eindregna afstöðu
gegn myndgervingu guðdómsins og íslam.44
Sögurnar segja einnig að Guðríður hafi látið fólk vinna á helgidegi
á meðan prestur söng messu, hún hafi rifist stöðugt í manni sínum og
brennt tveimur fyrstu Passíusálmum hans í reiðikasti.45 Jón Árnason
hefur það eftir séra Vigfúsi Jónssyni í Hítardal, ævisagnaritara Hallgríms
Péturssonar, að Guðríður hafi neitað að gefa umrenningi efni í skó, hann
hafi lagt svo á og mælt svo um að kviknaði í skæðunum en Guðríður kom
með galdur gegn þessum heitingum, um kvöldið kviknaði í bænum og
maðurinn brann þar inni.
Um Guðríði segir Gísli Konráðsson: „... en hún ærið stirðlynd sem
áður er sagt; er og í sögnum, að svo væri flest hið hertekna fólk, að skap-
styggara væri það eptir en áður.“46 Þessi setning hlýtur að flokkast undir
stílbragðið „úrdrátt“.
Munnmælasögurnar um Guðríði Símonardóttur sýna merkilegan
umsnúning vegna þess að hún er í þeim gerð að tákni Tyrkjaránsins, ekki
41 Sigurður Nordal, „Tyrkja-Gudda“, bls. 123.
42 Sama rit, bls.121–125. Allar sögur af Guðríði eru skráðar löngu eftir daga hennar
og Hallgríms en þær hafa lifað á vörum manna og trúlega stækkað heldur en hitt í
meðförum sögufólks.
43 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 438.
44 Sigurður Nordal, „Tyrkja-Gudda“, bls. 123–124. Skopteikningar af spámanninum
eru taldar dauðasök og dugir ekkert minna til en heilagt stríð ef hann er mynd-
gerður – eins og Jyllandsposten og danir fengu að reyna fyrir skemmstu.
45 Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, Safnað hefur Jón Árnason, Árni Böðvarsson og
Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna, Reykjavík: Þjóðsaga, 1954–1961, bls.
450–451.
46 Gísli Konráðsson, „Saga frá Hallgrími presti Péturssyni skáldi“, Gestur Vestfirðingur
1/1855, bls. 77–78.
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi