Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 45
44
sem fórnarlamb þess heldur fulltrúi þess eða jafnvel gerandi í því. Þetta
sést í viðurnefni hennar, „Tyrkja-Guddu“, sem kennir hana við Tyrkina
sem ævarandi merkta þeim, sem tilheyrandi ræningjunum eða jafnvel eina
af þeim – sem virðist vera það sama. Óríentalismi presta, lögmanna og
óttaslegins almennings færist yfir á Guðríði, í einni sögunni er hún sögð
hafa verið svo fríð sýnum að sonur deyjans í Alsír, eiganda hennar, hafi
viljað taka hana sér fyrir konu.47 Hún varð hórsek, ef ekki lagalega þá
siðferðilega, og tök hennar á hinu miklu yngra sálmaskáldi eru augljóslega
talin kynferðisleg. Vel má sjá þar að verki þá tegund öðrunar sem kölluð
hefur verið „framandi og lokkandi hinn“ (e. exotic other). Auk kyntöfranna
er hún fjölkunnug, guðlaus, heiðin í trú og skapi, ofsafengin, hörð og
hefnigjörn alveg eins og Tyrkinn.
Tyrkja-Gudda meðal vor
Tuttugasta öldin hefur verið heilluð af Tyrkja-Guddu Símonardóttur,
um hana hafa verið skrifuð tvö leikrit,48 hún kemur við sögu í öllu sem
skrifað hefur verið um Hallgrím Pétursson en sú manneskja sem tekið
hefur sér fyrir hendur að segja sögu hennar af alvöru og ástríðu er
Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, en bók hennar Reisubók Guðríðar
Símonardóttur kom út árið 2001.49 Steinunn segir sögu Guðríðar í þriðju
persónu en Guðríður er sjónbeinir sögunnar. Ráninu er lýst, ferðinni til
Afríku, þrælamarkaðnum, þrælavinnunni og þeirri örlagaríku stund þegar
sonurinn er tekinn frá henni til að alast upp sem rétttrúaður „Tyrki“.
Lýst er lausnargjaldinu og ferðinni upp Evrópu og loks sambandi þeirra
Hallgríms. Saga Steinunnar er vel skrifuð og grípandi en í lokahlutanum
byrjar lesandi að finna fyrir of mikilli samsömun eða samstöðu söguhöf-
undar og aðalpersónu. Guðríður verður æ gallalausari og trú hennar og
47 Sama heimild, bls. 46.
48 Jakob Jónsson, Tyrkja-Gudda. Sex leikrit, Reykjavík: Haukadalsútgáfan, 1948 og
Steinunn Jóhannesdóttir, Heimur Guðríðar. Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardótt-
ur í kirkju Hallgríms, Eintal fyrir þrjá leikara og orgel, Reykjavík: Skálholtsútgáfan,
1999.
49 Steinunn Jóhannesdóttir, Reisubók Guðríðar Símonardóttur, Reykjavík: Mál og
menn ing, 2001. Þar er sögð saga Guðríðar í þriðju persónu en frá sjónarhóli
hennar sjálfrar. Unnin var gífurleg heimildavinna að þessari bók og hún á það sam-
merkt með verkum Þorsteins Helgasonar að í henni er bent á alls konar samhengi
sem fyrri sögur af Tyrkjaráninu hafa litið framhjá, einkum forvitnilega lýsingu á
veruleika íslenskrar ambáttar í Alsír á 17. öld.
Dagný KRistjánsDóttiR