Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 52
51
Það var ekki aðeins skiptingin í opinbera sviðið og einkasviðið sem hafði
áhrif á hugmyndina um jafnan rétt heldur einnig tengslin við efnahaginn.
Einstaklingshyggja frjálshyggjunnar jókst þegar hún samtvinnaðist við
uppgang kapítalismans sem ráðandi efnahagsform. Með skiptingu í þessi
tvö svið takmarkaðist jafn réttur við opinbera sviðið þannig að efnahagsleg
skilyrði lífsins komu hugmyndinni um jafnrétti ekki við. Þannig réttlættist
sú misskipting að flestir hafi aðeins vinnuafl sitt að selja öðrum sem hafi
rétt á að hámarka arð sinn.12 Sú einstaklingshyggja frjálslyndisstefnunnar
sem átti í upphafi að koma í veg fyrir kúgandi samfélagsskilyrði tók að
snúast um að hafa einstaklingsfrelsi til að keppa við aðra einstaklinga um
auðsöfnun. Fyrir vikið hafa margir efnishyggju- eða róttækir femínistar
hafnað jafnréttishugtakinu vegna hinna yfirhylmandi, útilokandi og útóp-
ísku eiginleika þess.13 Femínistar á borð við bell hooks hafa meira að segja
hafnað því að frjálslyndur femínismi sé yfirhöfuð femínískur.14
Ein helsta spurning femínismans felst í sambandi jafnréttis við marg-
breytileika (e. difference). Í annarri bylgju femínisma, sem spratt upp á sjö-
unda og áttunda áratugnum, var áherslan frekar á margbreytileikann eða
nánar tiltekið á kynjamismun en á jafnrétti. Jafnréttishugtakið þótti sem
fyrr segir fela í sér samanburð við karlmenn. Þannig þótti jafnréttishugtak-
ið gera lítið úr einkasviðinu og heimilinu sem hafði fram að því verið aðal-
athafnasvæði kvenna.15 Slagorð þessarar bylgju var „einkavettvangurinn er
opinber!“ (e. the private is public). Hugmyndir annarrar bylgjunnar gengu
oftar en ekki út á stolt yfir hinum hefðbundnu kvenlægu, hlúandi gildum;
að breyta áherslum í samfélaginu þannig að svokölluð kvenlæg gildi fengju
sama vægi og þau sem hefðu kallast karllæg.
Raunar kallast sú gagnrýni sem kemur fram í hugmyndinni um feðra-
veldi á við þessa endurskoðun hefðbundinna kvenlegra og karllægra gilda
eins og sjá má í orðum Carole Pateman:
Frjálshyggja og feðraveldishugmyndir eru algerlega ósamræm-
anlegar fræðilega. Frjálshyggja er venjubundin, einstaklings- og
jafnréttismiðuð kenning; feðraveldisstefnan heldur því fram að
stigveldistengsl undirskipunar leiði nauðsynlega af náttúrulegum
einkennum karla og kvenna. Sáttmálakenningar náðu hins vegar að
12 Juliet Mitchell, „Women and Equality“, bls. 40–41.
13 Sama heimild, bls. 41.
14 Anne Phillips, „introduction“, bls. 10.
15 Sama heimild, bls. 19.
GETUR LEiKURiNN VERið JAFN?