Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 57
56
Þessi málsgrein gefur til kynna að við myndum ekki samþykkja vald ef
við gerðum okkur grein fyrir mótandi virkni þess á líf okkar. Værum við
meðvituð (sem við virðumst ekki vera) um að það hvernig við erum undir
sterkum áhrifum ákveðinnar valdaframleiðslu myndum við hreinlega öll
mótmæla. Foucault leggur til að ástæðan fyrir þessari „blindu“ okkar sé
sú að við viljum trúa því að við séum frjáls til að lifa okkar eigin lífi og að
formgerð samfélagsins hafi ekki afgerandi áhrif á lífið.30
Foucault leggur fram sögulega skýringu á því að við sjáum vald á þenn-
an neikvæða, hindrandi hátt: að við sættumst við að lifa undir lögum. Í
Þekkingarviljanum heldur hann því fram að vegna þess að stöðugleiki
myndaðist við tilkomu laga, þegar konungdæmi voru sett á stofn á mið-
öldum, hafi fólk samþykkt það vald sem fólst í lögum. Áður höfðu mörg
ólík valdabákn valdið óstöðugleika og óöryggi vegna þess ofbeldis sem
ávallt var yfirvofandi. Vegna stöðugleikans og öryggisins sem lögin höfðu í
för með sér fór fólk að samþykkja lagalegt vald sem gerði því kleift að lifa í
friði án þess að það hefði bein áhrif á hvernig það hegðaði sér á annan hátt;
þetta lagalega vald mótaði ekki líf almennings.31 Vissulega lifði fólk við
ákveðinn ótta við það vald laganna að geta tekið líf, en vald sjálfs lífsins var
þeirra. og nú á dögum (eða í það minnsta þegar Þekkingarviljinn kom út)
teljum við okkur enn hafa fullburða vald yfir eigin lífi því, eins og Foucault
vill meina, „við höfum enn ekki höggvið höfuðið af kónginum,“32 sem er
nauðsynlegt ef við viljum gera okkur grein fyrir virkni lífvaldsins „innan
raunverulegs og sögulegs ramma þess“.33
En hvert er sambandið á milli þessarar nýrri og eldri formgerðar valds?
önnur gangverk valds hafa tekið við, sem hafa að mörgu leyti sakleysislegt
yfirbragð, þau eru ekki að slíta líkama okkar í sundur eða höggva fingur og
hendur af. En þau stýra okkur, fá okkur til að fylgja ákveðnum normum
eða venjum á þann hátt að við fyllumst stolti yfir að fylgja þeim.34 Lögin
hafa enn að einhverju leyti hið neikvæða hamlandi vald, en þau eru einnig
hluti af kerfinu sem mótar okkur, þó svo að það mætti segja að í gegnum
30 Michel Foucault, Will to Knowledge, bls. 86.
31 Sama heimild, bls. 86.
32 Sama heimild, bls. 88.
33 Sama heimild, bls. 90.
34 Í „Eftirmála um stýringasamfélög“ lýsir Gilles deleuze, og byggir þar á rannsókn-
um Foucaults, því hvernig við tökum sjálf við því að viðhalda þessari formgerð valds
í stað þess að afmarkaðar einingar ögunarsamfélagsins, svo sem skóli, verksmiðja og
heimili, skilyrði og móti sjálfsveruhátt okkar. Gilles deleuze, „Eftirmáli um stýr-
ingasamfélög“, Ritið 1/2002, þýð. Guðni Elísson og Jón Ólafsson, bls. 155–162.
nanna hlín hallDóRsDóttiR