Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 59
58
að sínu svo að aðrir sjái það í honum. Þetta er sú formgerð valds
sem gerir einstakling að sjálfsveru. orðið sjálfsvera hefur hér tvenns
konar merkingu: Í fyrsta lagi að vera stjórnað af öðrum og vera háð
þeim, og í öðru lagi að vera tengd sinni eigin sjálfsmynd í gegnum
samvisku eða sjálfsþekkingu. Hvor merkingin um sig gefur til kynna
formgerð valds sem undirokar mann og gerir mann einnig ósjálf-
stæðan.39
Í hinu athyglisverða viðtali „Ethics of the Concern of the Self as a Practise
of Freedom“40 segir Foucault að ástæða þess að hann kljáðist við sam-
band þekkingar og valds hafi verið að auðvelda honum greiningu þess
sem honum þótti mikilvægara; samband sjálfsveru og sannleika.41 Það
sem honum er umhugað um er hvernig hugmyndin um sannleika mótar
ákveðinn sjálfsveruhátt, þ.e. hvernig einhvers konar sannleikslögmál býr
til sjálfsveru úr einstaklingi.
Umfjöllun hans er mjög á skjön við hefðbundnar greiningar á hug-
takinu sannleika. Það er frekar pólitískur skilningur á sannleikshugtak-
inu sem er Foucault hugleikinn heldur en sannleiksleit af einhverju tagi.
Samkvæmt honum varð spurningin um sannleikann að svo mikilvægum
hluta vestrænnar hugmyndasögu þegar allt fór að snúast um skyldu okkar
við sannleikann.42 Í viðtalinu talar hann um sannleiksleiki (e. games of truth)
til þess að lýsa virkni sannleikans í samfélagi. Sannleiksleikir eru ekki það
sama og valdatengsl heldur „mengi reglna þar sem sannleikurinn er fram-
leiddur“.43 Þessar reglur sem framleiða sannleikann hafa áhrif á hvernig
valdatengsl myndast; hverjir það eru sem hafa meiri áhrif á gjörðir ann-
arra vegna þess að sannleikurinn er þeim hliðhollari. Sannleiksleikur gerir
einum hópi fólks kleift að ná yfirráðum yfir öðrum hópi séu reglur leiksins
svo. En það þýðir ekki að sá leikur muni vara að eilífu, hægt er að komast
undan leiknum með því að breyta reglunum eða jafnvel búa til algerlega
nýjan leik. Sannleiksleikir sýna þannig hvernig formgerð valds hefur áhrif
á möguleika okkar í einstaka valdatengslum og gefur okkur mismunandi
forgjöf eftir þjóðfélagsstöðu.
39 Michel Foucault, „Subject and Power“, bls. 212.
40 Michel Foucault, „The Ethics of the Concern of the Self as a Practise of Free-
dom“, Ethics, Subjectivity and Truth, Essential Works of Foucault, ritstj. Paul Rabinow,
London: Penguin Books, 1997.
41 Sama heimild, bls. 290.
42 Sama heimild, 295.
43 Sama heimild, 297.
nanna hlín hallDóRsDóttiR