Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 60
59
Greining valdatengsla er mjög flókin, stundum mætir maður því sem
hægt væri að kalla aðstæður eða staða yfirráða þar sem valdatengsl
eru stífluð, frosin, í stað þess að vera hreyfanleg og leyfa hinum
ólíku þátttakendum að tileinka sér strategíur til þess að breyta þeim
[...] það er öruggt mál að í þannig stöðu er ástundun frelsis ekki til
eða aðeins einhliða eða mjög takmörkuð og þvinguð.44
Þar sem staða yfirráða er slík er andóf vart meira en fræðilegur möguleiki
og þyrfti að vera mikið og jafnvel vægðarlaust ef frelsa ætti fólk undan
þeirri stöðu.45
Þetta þýðir hins vegar ekki að við höfum annaðhvort yfirráð með
óhagganlegum og mjög svo ójöfnum valdatengslum, eða frjáls valdatengsl.
Valdatengsl eru aldrei jöfn, samkvæmt Foucault, útkoma þeirra er ávallt
einum aðila (aðeins) meira í vil en öðrum.
Þegar maður hefur aftur á móti fyrirbæri sem er eins flókið og marg-
þættar gerðir valdatengsla, með neti þátttakenda sem eru ólíkir hver
öðrum, er það kannski ekki útkoma einstakra valdatengsla sem skilgreinir
jafnréttið heldur að gerendur hafi sem jafnasta möguleika á að beita valdi. Að
sjálfsverur séu mótaðar á þann hátt að þær geri sér grein fyrir að hægt er
að stunda andóf; að sannleiksleikurinn sem spilaður er útiloki ekki andóf.
Greining Foucaults hefur þann tilgang að greina uppbyggingu samfélags-
ins og varpa ljósi á hvernig hún viðheldur ójöfnuði, jafnvel yfirráðum í
valdatengslum, sem gerir þeim hópi sem er í ráðandi stöðu kleift að halda
öðrum niðri.
Þannig eigum við samkvæmt Foucault að stefna að því að uppbygging
samfélagsins sé á þann hátt að valdatengsl á milli manna séu eins sveigjan-
leg og hægt er þannig að fólk geti stöðugt brugðist við því sem er beint að
því í stað þess að vera þvingað til hlýðni.
Vandinn er þá ekki að leysa upp fullkomlega gegnsæ samskipti held-
ur að setja fram leikreglur og fyrirkomulag sem og siðferði – eþosið
– og ástundun sjálfsins, sem mun leyfa okkur að leika þessa valda-
leiki með eins litlum yfirráðum og mögulegt er.46
44 Sama heimild, bls. 283.
45 Mark Kelly, The Political Philosophy of Michel Foucault, bls. 74–75.
46 Michel Foucault, „The Ethics of the Concern of the Self as a Practise of Freedom“,
bls. 298.
GETUR LEiKURiNN VERið JAFN?