Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 61
60
Lögin skilyrða andóf í valdatengslum
Í „Tveimur fyrirlestrum“, sem haldnir voru á sama tíma og Þekkingarviljinn
var gefinn út, segir Foucault hreint út að þegar réttarkerfið hylji raunveru-
legar aðferðir sínar á þann hátt að lagalegt eða réttarfarslegt vald hylji hina
mótandi virkni valds, þá sé það ákveðin gerð yfirráða.47
Greining hans á lögunum er að mörgu leyti viðbragð við hinni pólitísku
hefð frjálslyndisstefnunnar sem heldur því oft fram að lögin hafi meiri þýð-
ingu eftir uppgang stjórnarskrárbundinna réttinda og lýðræðis.48 Foucault
er hins vegar á öðru máli, lögin hafa verið tekin í þjónustu lífvaldsins sem
hefur það að markmiði að aga og temja sjálfsverur. Þannig er lýðræðis-
væðing fullveldisins „ákvörðuð og byggð á gangverki agaþvingunar“.49
Kenningar frjálslyndisstefnunnar um fullveldi eru, samkvæmt honum,
afsprengi þess að agi lífvaldsins hefur þurft að dulbúa þau yfirráð og ójöfnu
valdatengsl sem felast í þessari formgerð valds:
Nútímasamfélag hefur frá nítjándu öldinni til okkar dags einkennst
annars vegar af löggjöf, orðræðu, og skipulagi almannaréttar sem
hefur samfélagslíkamann að viðfangi sínu sem og stöðu hvers borg-
ara. og hins vegar af mjög þéttofnu neti agakerfa sem hafa þann
tilgang að tryggja þvingun þessa sama samfélagslíkama.50
orðræða lagakerfisins sem á að tryggja frelsi hvers borgara er í raun sam-
tvinnuð agakerfum sem móta mjög þetta frelsi. Þannig nýtur dómskerfið,
sem á að tryggja að allir séu jafnir fyrir lögunum, stuðnings allra þeirra
smáu, hversdagslegu fyrirbæra og atburða alls kyns agakerfa, sem fela í sér
þvingun og ójöfnuð.51 Þrátt fyrir að ítrekað sé í stjórnarskrám og alls kyns
stefnum að ekki skuli mismuna eftir kynferði, kynþætti eða slíkum breyt-
um, er uppbyggingu valdatengsla í samfélagi þannig háttað að fólk er alltaf
í ójafnri stöðu fyrir lögunum eða í hinu daglega lífi. Þannig er lagalegt
jafnrétti í raun yfirhylming yfir ójafna stöðu í valdasamskiptum.
47 Michel Foucault, „Two Lectures“, Power/Knowledge, ritstj. Colin Gordon, New
york: Pantheon Books, 1972, bls. 78–108, hér bls. 105.
48 Alan Hunt og Gary Wickham, Foucault and Law: Towards a Sociology of Law and
Governance, London: Pluto Press, 1994, bls. 44.
49 Michel Foucault, „Two Lectures“, bls. 105.
50 Sama heimild, bls. 106.
51 Michel Foucault, Discipline and Punish, bls. 222.
nanna hlín hallDóRsDóttiR