Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 64
63
Hugmynd sem upprunalega átti að gera konum kleift að ráða sjálfar yfir
eigin kynlífi og útliti var nýtt til að selja vörur í gegnum hinn sístækkandi
auglýsingaiðnað og ríkjandi varð kynferðisleg hlutgerving kvenlíkamans
sem hefur mótað mjög samband kvenna við eigin líkama og kynferði.58
Í tilvitnuninni hér að ofan er enn og aftur vísað til einhvers sem er
hulið okkur. Hér er hins vegar ekki verið að hylja eins og í flestum hinum
tilvikunum, heldur er um afhjúpun að ræða, nefnilega afhjúpun pólitískrar
nytsemi hins mótandi valds. Aðeins einni síðu áður en Foucault heldur því
fram að vald sé aðeins þolanlegt með þeim formerkjum að það hylji sig að
stórum hluta, lýsir hann ákveðinni sjálfsverugerð/kúgun sem tengist þeim
skilningi sem sér vald fyrst og fremst í lögunum:
... í öllu falli þá setur maður vald upp í kerfi í lagalega forminu og
skilgreinir áhrif þess sem hlýðni. 59
Þegar maður stendur frammi fyrir valdi sem myndað er og skilið á þennan
hátt, er maður mótaður sem sjálfsvera sem hlýðir. Þegar vald er séð sem
lagalegt og hindrandi er einnig um sjálfsverumótun að ræða sem takmarkar
andóf og þar af leiðandi einnig jafna stöðu gagnvart valdi. Hugmyndafræði
frjálslyndisstefnunnar stuðlar þannig ekki aðeins að takmörkuðu (lagalegu)
jafnrétti, heldur beinlínis viðheldur ójöfnuði í gegnum sjálfsverumótun.
Grundvallaratriðið varðandi þessa villandi sýn okkar á vald sem nei-
kvætt afl laganna er að við erum áfram fávís um okkur sjálf vegna þess að
við erum fávís um þau valdatæki sem móta okkur og hafa áhrif á það hvern-
ig við hugsum og hvað við aðhöfumst. Ennfremur gerir þetta okkur, sam-
kvæmt Foucault, hlýðnari en við værum ella, fyrst og fremst vegna þess að
við vitum ekki hverju við eigum að sýna andóf; hin pólitíska nytsemi þess
hvernig vald hefur áhrif á daglegt líf okkar er okkur hulin. Frjálshyggjan
eða frjálslyndisstefna með sína áherslu á fullvalda sjálfsveru sem á að nýta
rétt sinn frammi fyrir lögunum er þannig, samkvæmt Foucault, fávís sjálfs-
vera þegar hún telur sig vera fullvalda.
Hugmyndin um hina fullvalda sjálfsveru virðist, eins og innilokun geð-
veikra og eftirlit með kynvitund, vera hugmynd sem var viðhaldið vegna
pólitískrar nytsemi sinnar fyrir þann hóp sem var í ráðandi stöðu í valda-
tengslum. Þrá okkar eftir frelsi er mótuð af frjálslyndisstefnunni sem ýtir
58 Andóf gegn slíkri hlutgervingu er nú á dögum mjög ríkjandi en engu að síður virðist
þessi mótun sjálfsveruháttar stúlkna vera æði þrautseig.
59 Michel Foucault, The Will to Knowledge, bls. 85.
GETUR LEiKURiNN VERið JAFN?