Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 71
70
Í þessari grein verður skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á afstöðu
íslenskra fræðimanna til skrifa og útgáfu á ensku, en þeir segjast yfirleitt
þurfa aðstoð við ritun á ensku þrátt fyrir að þeir telji enskufærni sína góða
eða mjög góða. Áður hafði verið lögð fyrir spurningakönnun á viðhorfum
fræðimanna við Háskóla Íslands almennt og hafa niðurstöður úr þeirri
könnun verið birtar í fyrri greinum höfunda4 en hér verður umræðan
dýpkuð og byggð á viðtölum við fræðimenn, karla og konur, á mismunandi
aldri og af mismunandi fræðasviðum. Fyrst verður gerð grein fyrir því í
hverju það felst að nota ensku í fræðaskrifum. Þá verða ræddar rannsóknir
á útgáfuferli fræðigreina og samkeppnishæfni fræðimanna sem ekki hafa
ensku að móðurmáli. Loks er gerð grein fyrir viðtalsrannsókn við íslenska
fræðimenn en niðurstöður hennar benda til þess að almenn enskufærni
nægi ekki endilega til að rita fræðigreinar.
2. Hvað felst í fræðaskrifum á ensku?
Áður en umræðan hefst er vert að gera grein fyrir því hvað við er átt þegar
talað er um fræðaskrif á ensku en rannsóknum á ritun á ensku (eða hvaða
máli sem er) má skipta í þrennt. Fyrst má nefna rannsóknir á akademískri
ritun (e. t.d. English for Academic Purposes (EAP)), sem er vel mótað fræða-
svið. Rannsóknir á EAP beinast að því að lýsa eðli akademísks máls og
hvernig best sé að aðstoða enskumælandi (e. English as a Native Language
(ENL)) nemendur við að tileinka sér málstíl í fræðilegri ensku. Þetta mætti
kalla þjálfun í fræðilegum skrifum fyrir nemendur sem hafa ensku að móð-
urmáli en þurfa sérstaka kennslu í að skrifa texta í samræmi við hefð-
bundnar reglur um framsetningu fræðigreina og frágang námsritgerða.
Almennt átta menn sig á því að kenna þarf sérstaklega ritun fræðilegs texta
á móðurmálinu, sama á hvaða tungumáli er ritað.
Annað rannsóknarsvið er ritun á öðru máli (e. English as a Second
Language (ESL)). Þar er fjallað sérstaklega um eðli texta sem skrifaðir eru
af höfundum sem hafa annað móðurmál en ritað er á og hvernig megi
læra og kenna, t.d. enska ritun, nemendum sem hafa annað móðurmál.
Þessir nemendur þurfa ekki eingöngu að tileinka sér formlegan akadem-
ískan ritstíl heldur eru þeir á sama tíma að tileinka sér málið. Þeir hafa því
Level: instructors’ Views“, Ráðstefnurit Netlu: Menntakvika 2010, Netla, Veftíma-
rit um uppeldi og menntun: http://netla.khi.is/menntakvika2010/010.pdf [sótt 5.
desember 2012].
4 Sama rit.
BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR