Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 72
71
takmarkaðri orðaforða og málfræðikunnáttu en innfæddir, en það þvælist
fyrir þegar höfundur ætlar að koma hugsunum sínum á blað.5 Í ofanálag
hefur nemandinn oft á tíðum áður tileinkað sér sérstakar hefðir í framsetn-
ingu efnis á móðurmálinu og heldur áfram að beita þeim aðferðum þó svo
að um annað tungumál sé að ræða, með aðrar ritunarhefðir. Þetta þekkja
þeir sem hafa reynslu af því að rita á fleiri en einu tungumáli.
Þriðja tegund rannsókna á sviði enskrar ritunar, sem segja má að sé
tiltölulega ný af nálinni, er notkun ensku þeirra sem hvorki eiga ensku
að móðurmáli né eru enskunemar. Þessi þriðji hópur notar ensku sem
tæki eða vinnumál í daglegu lífi, þ.e. notar ensku sem samskiptamál (e.
English as a lingua franca/English as a utility language). Ritun af þessu tagi
krefst góðrar enskufærni og mikillar sérþekkingar á orðræðu hvers tíma
og ritunarhefðum viðkomandi fræðasamfélags. Þessi tegund enskunotk-
unar er viðfangsefni þeirra rannsókna sem hér verður lýst. Það virðist vera
útbreidd skoðun, a.m.k. meðal háskólayfirvalda og jafnvel fræðasamfélags-
ins í heild, að fræðimenn sem eru góðir í ensku almennt séu færir um að
rita slíkan texta án aðstoðar. Færni í ritun fræðigreina á ensku sem sam-
skiptamáli þarf alltaf að þjálfa eins og færni í ritmáli á móðurmáli.
Í næsta hluta snúum við okkur að rannsóknum á notkun ensku sem
samskiptamáls í norrænum háskólum og skoðum fyrst og fremst fræða-
samfélagið í því samhengi.
3. Staðan í nágrannalöndunum
Um langt skeið hefur verið tilhneiging í Norður-Evrópu til að auka þátt
ensku í háskólanámi og -kennslu en einkum þó í framhaldsnámi og rann-
sóknum. Margir evrópskir háskólar eru farnir að skilgreina sig sem alþjóð-
lega háskóla6 og kennsla fer í síauknum mæli fram á ensku. Eins og sjá má
víða í stefnuskrám háskóla á Norðurlöndum á að auka þátt ensku og jafn-
vel að gera hana jafnréttháa móðurmáli (sjá t.d. stefnu Kaupmannahafnar-
háskóla).7 Þessi sýn endurspeglast einnig í norrænni málstefnu8 en þar er
5 Paul Kei Matsuda og Tony Silva, (ritstj.), Second language writing research: Perspectives
on the process of knowledge construction, New Jersey: Lawrence Erlbaum, 2005.
6 Jennifer Jenkins, „Accommodating (to) ELF in the international university“,
Journal of Pragmatics 4/2011, bls. 926–936. Beyza Björkman, „‘So where are’ spoken
lingua franca English at a technical university in Sweden“, English Today 2/2008,
bls. 11–17.
7 http://www.e-pages.dk/ku/236/ [sótt 17. mars 2013].
8 Deklaration om Nordisk Språkpolitik, bls. 13.
GÍFURLEG ÁSKoRUN