Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 73
72
því haldið fram að Norðurlandabúar búi yfir mjög góðri enskukunnáttu
á alþjóðavísu. Í framhaldi af því er hvatt til jafnhliða notkunar ensku og
Norðurlandamála, sérstaklega í fræðasamfélaginu.
Markmið háskólanna með þessum breyttu áherslum er að auka sam-
keppnishæfni með því að laða til sín efnilega erlenda fræðimenn og náms-
menn. önnur leið, ekki síður vænleg, til að auka samkeppnishæfni er að
hvetja háskólakennara til að birta niðurstöður rannsókna sinna í alþjóð-
legum ritum þar sem samskiptamálið er enska.9 Lillis og félagar hafa bent
á að 95% tímarita á svonefndum institute for Scientific information (iSi)-
lista eru á ensku.10 Virtustu vísindaforlög heims gefa flest rit út á ensku og
krefjast málfars og framsetningar í samræmi við orðræðuhefðir viðkom-
andi fræðigreinar og enskra akademískra staðla. Jafnvel reglur samkeppn-
issjóða utan hins engilsaxneska heims endurspegla þetta viðhorf og í þeim
er hvatt til þess að niðurstöður styrktra rannsókna séu gefnar út í erlend-
um ritum. Þeim fræðimönnum sem birta greinar í erlendum vísindarit-
um er umbunað á ýmsan hátt. Þeir fá frekar styrki úr rannsóknasjóðum
og framgangur þeirra er háður því að þeir hafi fengið birtar ritsmíðar í
alþjóðlegum ritum.11
Í framhaldi af þessu hlýtur sú spurning að vakna hversu vel ensku-
kunnáttan dugar þegar rita þarf fræðilega texta á ensku. Rannsóknir á
Norðurlöndum hafa sýnt að þar er ekki allt sem skyldi. Torday Gulden
heldur því fram að rannsóknir á notkun ensku við norska háskóla hafi
sýnt að þar skorti víða næga færni (e. skills deficit) til að vinna á ensku.12
Í rannsókn Pilkinton-Pihko sem gerð var meðal finnskra háskólakennara
9 Anna Mauranen, „English as the Lingua Franca of the Academic World“, New
Directions in English for Specific Purposes Research, ritstj. diane Belcher, Ann M. Johns
og Brian Paltridge, Ann Arbor: Michigan University Press, 2011, bls. 94–117.
10 Theresa Lillis og Mary Jane Curry, Academic writing in a global context: the politics
and practices of publishing in English, London: Routledge, 2010. Sjá einnig Theresa
Lillis, Anna Magyar og Anna Robinson-Pant, „An international journal’s attempts
to address inequalities in academic publishing“, Compare: A Journal of Comparative
and International Education 6/2010, bls. 781–800 og John Flowerdew, „Scholarly
writers who use English as an additional language: what can Goffman’s “Stigma”
tell us?“, Journal of English for Academic Purposes 7/2008, bls. 77–86.
11 Ragnhild Ljösland, „English in Norwegian academia: a step towards diglossia?“,
World Englishes 4/2007, bls. 395–410; Brigid Brock-Utne, „The growth of English
for academic communication in the Nordic countries“, International Review of
Education 3–4/2001, bls. 221–233.
12 Ann Torday Gulden, „English for Academic Purposes: A New discipline in Nor-
way?“, Nordic Journal of English Studies 3/2008, bls. 207–211.
BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR