Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 76
75
en nánast jafnmargir töldu sig oftast eða alltaf þurfa aðstoð. Um þriðjung-
ur taldi sig stundum þurfa aðstoð. Þessar tölur breytast mikið þegar svör
eru skoðuð eftir sviðum. Aðeins 8% svarenda af Verkfræði- og náttúruvís-
indasviði segjast alltaf eða yfirleitt þurfa hjálp og 63% þeirra segjast aldrei
þurfa aðstoð við skriftir en 64% svarenda á Menntavísindasviði segjast
alltaf þurfa hjálp.26
Meirihluti þeirra sem svöruðu opinni spurningu um hvert þeir sæktu
aðstoð við ritun kvaðst greiða „enskusérfræðingi“ „dýrum dómum“ fyrir
að „prófarkalesa“ greinarnar en margir segjast fá aðstoð enskumælandi ætt-
ingja, vinnufélaga erlendis eða vinnufélaga á Íslandi sem annaðhvort hafa
ensku að móðurmáli eða hafa dvalist langdvölum í enskumælandi landi.27
Vissulega hefur aukist að íslenskir fræðimenn birti greinar í virtum
erlendum tímaritum. Árið 2006 birtist 21% allrar útgáfu við Háskóla
Íslands í tímaritum á svonefndum iSi-lista yfir virtustu fræðirit heims en
það hlutfall jókst í 25% árið 2009. Af birtum greinum í iSi-ritum árið
2010 voru 18% á Heilbrigðisvísindasviði og 19% af Verkfræði- og nátt-
úruvísindasviði en einungis 0–1% af öðrum fræðasviðum. Að baki aukinni
útgáfu á ensku liggur oftast aukið vinnuálag og kostnaður sem fræðimenn-
irnir bera sjálfir. Áður en lengra er haldið er vert að skoða reynslu erlendra
fræðimanna af því að skrifa á ensku sem samskiptamáli.
4. Rannsóknir á notkun ensku í fræðaskrifum
Rannsóknir á áhrifum aukinna fræðaskrifa á ensku sem samskiptamáli eru
rétt hafnar. Þær sýna að höfundar sem skrifa á ensku en hafa annað tungu-
mál að móðurmáli eiga oft erfitt uppdráttar þegar kemur að því að fá
greinar sínar gefnar út. Í fyrsta lagi draga of margar tilvísanir í heimildir
sem ekki eru skrifaðar á ensku úr líkum á að greinin verði tekin til útgáfu. Í
öðru lagi kemur í ljós að læsismiðlarar (e. literacy brokers), þ.e. þeir sem eru
kallaðir til við að aðstoða greinarhöfunda við að laga „málfar“, séu líklegri
í útgáfuferlinu til að endurskrifa, breyta um áherslur og jafnvel endurtúlka
rannsóknarniðurstöður þeirra sem nota ensku sem samskiptamál en þeirra
sem hafa ensku að móðurmáli.28
26 Sama rit, bls. 13.
27 Sama rit, sama stað.
28 Theresa Lillis og Mary Jane Curry, Academic writing in a global context. Sjá einnig
Theresa Lillis, Anna Magyar og Ann Robinson-Pant, „An international journal’s
attempts to address inequalities in academic publishing“ og John Flowerdew,
„Scholarly writers who use English as an additional language“, bls. 77–86.
GÍFURLEG ÁSKoRUN