Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 81

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 81
80 búum í.“ Þeir virðast sem sagt hafa í huga mun fjölþættari lesendahóp en raunvísindamennirnir. Fulltrúar þeirra sviða líta á það sem siðferðilega skyldu sína að skrifa fyrir íslenskt samfélag. Engu að síður segjast þeir verða að skrifa líka á ensku. Til að hafa framgangsmöguleika verði þeir að skrifa og birta greinar í erlendum (lesist: enskum) vísindaritum sem séu í háum stigaflokki í matskerfi Háskólans: „Einhvern veginn hefur hlutfallið snúist við og núna birti ég miklu meira á ensku en samt finnst mér skylda mín að skrifa alltaf eitthvað á íslensku.“ Lagadeild er gott dæmi um deild þar sem fræðimenn telja sig hafa skyldur við íslenskt samfélag enda kenna þeir íslensk lög og réttarkerfi. Því er mikið af lesefni í greininni á íslensku og kennararnir hafa oft sjálfir þurft að semja efnið þar sem ekki er öðrum til að dreifa. Með sífellt nánari samskiptum við Evrópu og tengslum við evrópskt lagaumhverfi (EFTA- dómstólinn, lög frá Evrópusambandinu o.s.frv.) blasir nýtt landslag við lögfræðikennurum þar sem lesefni og fræðaskrif á ensku verða sífellt mikilvægari. Þeir kennaranna sem hafa aldrei lagt stund á nám í enskumælandi landi viðurkenna að hafa átt í erfiðleikum með ensku en telja mikilvægt að birta greinar á því máli og taka þátt í alþjóðlegri umræðu. „Þetta er auðvitað ströggl. […] ég skrifa einfalt mál og það er ekki rétt en ég læt alltaf lesa yfir fyrir mig.“ Þannig telur hann sig leysa þennan vanda. Annar kennari úr þessum hópi segist finna til mikils óöryggis við að skrifa enskt fræðimál þrátt fyrir að hann telji að almenn enskukunnátta sín sé góð. Hann er hins vegar svo stálheppin að nánasti samstarfsmaður hans á sér ensku að móð- urmáli og þeir skrifa saman greinar á ensku. Jafnvel þótt fræðimenn hafi dvalist árum saman í enskumælandi landi og telji enskukunnáttu sína mjög góða virðist brautin engu að síður hvorki bein né greið: „Það er gífurleg áskorun að þurfa að vera jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum.“ Þessi orð eru höfð eftir háskóla- kennara sem dvaldist í enskumælandi landi í átta ár við nám og störf og eru til marks um álagið sem er á mörgum háskólakennurum sem telja sig þurfa að skrifa á báðum málunum. Allir viðmælendur telja mikilvægt að fá félaga sína til að lesa yfir fyrir sig og fá álit þeirra með tilliti til innihalds, „bara eins og þegar ég skrifa á íslensku“. Viðmælendur gera skýran greinarmun á þess háttar yfirlestri og yfirlestri sem beinist fyrst og fremst að málfari. Einn viðmælenda er að skrifa sína fyrstu bók á ensku og þrátt fyrir að hann telji sig vera ágætan BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.