Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 82
81
enskumann og hafi dvalist langdvölum í enskumælandi umhverfi, telur
hann sig þurfa að kaupa enskusérfræðing til að lesa hana yfir með tilliti til
málfars. Sumir viðmælendur álíta að þessi vandi háskólakennara sé falinn:
„Það eru menn út um allan háskóla að láta þýða heilu greinarnar fyrir sig.“
Um þetta virðist ekki vera haft hátt.
Það kemur vel fram í viðtölunum að það að þurfa að skrifa á erlendu
máli felur í sér margar víddir og ein þeirra snýr að sjálfsmyndinni. Þrátt
fyrir lengri eða styttri dvöl í enskumælandi löndum við nám og störf og
mikið erlent samstarf setja flestir viðmælendur stórt spurningarmerki við
hve mjög er lagt að mönnum að skrifa á ensku. Einn kennarinn, sem segist
skrifa mun meira á ensku en íslensku og telur sig hugsanlega vera orðinn
fljótari að skrifa á ensku en íslensku, segir: „Íslenskan er einmitt móðurmál
mitt og maður er í svo djúpum tengslum við það. Mér finnst miklu meira
gefandi að skrifa á íslensku … eitthvað meira ekta við það.“ Að hans mati
er það annars konar andleg glíma og það veitir meiri andlega fullnægju
að skrifa á móðurmáli sínu. Hann leggur því áherslu á að skrifa líka á
íslensku – ekki síst sjálfs sín vegna. Einstaka viðmælendur lýstu áhyggjum
yfir hugsanlegri hnignun íslensku sem fræðimáls ef enska yrði nær eina
málið sem notað yrði í fræðaskrifum.
7. Umræða
Segja má að viðtölin staðfesti þau viðhorf sem fram koma í fyrri rannsókn
höfunda. Þau styðja m.a. þá niðurstöðu að fræðaskrif vefjist fyrir mörgum
fræðimönnum þrátt fyrir ágæta almenna enskukunnáttu og í mörgum til-
fellum mjög góða. Viðtölin dýpka líka sýn okkar á hversu margar víddir
það felur í sér að skrifa flókinn texta á erlendu máli og undirstrika um leið
að þar er margt enn lítt rannsakað. Helmingur þátttakenda hafði stundað
nám í enskumælandi landi. Þetta sýnir ef til vill hversu algengt það var
orðið að menn færu utan til (framhalds)náms í enskumælandi löndum
áður en framhaldsnám var eflt við Háskóla Íslands á tíunda áratugnum.
Athyglisvert væri að kanna hvort, og þá að hve miklu leyti, dregið hefur
úr því að fólk fari í framhaldsnám erlendis. Leiða má að því líkur að hlut-
fall þeirra sem fara utan til náms hafi lækkað með eflingu framhaldsnáms
á Íslandi. Færni í ensku, ekki síst skrifum á ensku, hlýtur að tengjast mjög
náið námsdvöl í enskumælandi landi. Vandinn sem þessi rannsókn afhjúpar
kemur að mörgu leyti á óvart, ekki síst þar sem við höfum gefið okkur að
norrænir menn séu góðir í ensku, sbr. norrænu málstefnuna sem vísað var
GÍFURLEG ÁSKoRUN