Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 88
87
I
Menn hafa ekki verið á einu máli um hver hafi verið fyrsta frumsamda
glæpasagan (e. crime story) á íslensku. Katrín Jakobsdóttir telur smásögu
íslensk-kanadíska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, „Íslenskur
Sherlock Holmes“, frá 1910 vera brautryðjandaverkið en fyrstu skáldsöguna
Húsið við Norðurá sem Guðbrandur Jónsson sendi frá sér undir dulnefninu
Einar skálaglamm, árið 1926.1 Guðbrandur sjálfur hélt því hins vegar fram
að saga Einars H. Kvaran, Sálin vaknar, frá 1915/16 væri fyrsta íslenska
sakamálasagan en Stefán Einarsson kallaði skáldsögu Jóhanns Magnúsar,
Í Rauðárdalnum, sem kom út 1913–1922, leynilögreglusögu.2 daisy
Neijmann er sammála Stefáni en Viðar Hreinsson öllu varkárari og segir
að Í Rauðárdalnum, sé „eins konar leynilögreglusaga frá Winnipeg“.3 Séu
menn sammála daisy og Stefáni, má halda því fram að Jóhann Magnús sé
höfundur tveggja fyrstu nútímaspæjarasagnanna sem koma út á íslensku.4
1 Katrín Jakobsdóttir, Glæpurinn sem ekki fannst, Saga og þróun íslenskra glæpasagna,
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2002, bls.
12−13.
2 Sjá Guðbrandur Jónsson, Sjö dauðasyndir, Sögur af íslenzkum sakamálum frá ýms-
um öldum, Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1951, bls. 14 og Stefán Einarsson, Íslenzk
bókmenntasaga, Reykjavík: Snæbjörn Jónsson og co hf., 1961, bls. 463.
3 Sjá daisy Neijmann, „in the Search of the icelandic Canadian: Writing an ice-
landic-Canadian identity into Canadian Literature, Canadian Ethnic Studies/Etudes
ethniques au Canada 3/1997, bls. 69 og Viðar Hreinsson, „Vestur-íslenskar bók-
menntir“, Íslensk bókmenntasaga iii, ritstj. Halldór Guðmundsson, Reykjavík: Mál
og menning, 1996, bls. 752−753.
4 Árið 1892 kom út á Íslandi saga um raunverulegt sakamál, „Randíðr í Hvassafelli“
eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hún fjallar um sifjaspellamál frá 15. öld en
ber mjög skýr skáldskapareinkenni, t.d. er sögumaður hennar fyrirferðarmikill og
Bergljót soffía Kristjánsdóttir
„að segja frá [...] ævintýrum“
Um leynilögreglusöguna, lestur, hugarkenninguna
og söguna „Ungfrú Harrington og ég“
Ritið 3/2013, bls. 87–118