Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 89
88
Ljóst er að við lok 19. aldar og upphaf hinnar 20. hafði leynilögreglusag-
an áhrif á ýmsa höfunda sem nú eru ekki einkum þekktir sem glæpasagna-
höfundar.5 Höfundarnir gerðu þar með ekki þann greinarmun á „háu“ og
„lágu“, fagurbókmenntum og vinsældabókmenntum, sem háskólamenn
hafa stundum gert.6 Óumdeilanlegt er að Jóhann Magnús sótti til leyni-
lögreglusögunnar en svo er að sjá sem hann nýti sér fyrst og fremst ýmis
einkenni hennar til að segja sögur af öðru tagi.7
Hér ætla ég að leika mér dálítið. innan hugrænnar bókmenntafræði
hefur tilgátan um hugarkenninguna svonefndu (e. Theory of Mind) eða
hugarlestur (e. mind-reading; mentalizing) m.a. verið nýtt til að skýra hvers
vegna menn hafa sótt í leynilögreglusöguna á aðra öld og hvers vegna hún
varð öflug bókmenntagrein. ég ætla að byrja á að greina frá tilgátunni
og hvernig hún hefur verið útfærð með hliðsjón af bókmenntalestri en
ræða því næst gagnrýni á hana og drepa á eigin afstöðu. Með þeim hætti
hyggst ég draga fram tvenns konar áherslur sem sjá má í hugrænni bók-
menntafræði, annars vegar á þróunarsögu og manninn sem hugveru; hins
vegar á fyrirbærafræði og manninn sem skepnu með líkamsmótaða vits-
muni þar sem skynjun og það sem skilningarvitin nema í skiptum við aðra
og umhverfið er til alls fyrst. Þar eð ég er sjálf gagnrýnin á hugarkenn-
inguna ætla ég í framhaldinu að „segja“ og greina sögu Jóhanns Magnúsar,
„Ungfrú Harrington og ég“, og velta fyrir mér – m.a. með hliðsjón af
hugarlestri − hvað hann sækir til leynilögreglusögunnar í henni, hvernig
hann leitast við að stýra lesendum sínum og hvernig þeir kunna að bregð-
leggur undir sig heilt svið í frásögninni. ég kysi því sjálf að sjá hana nefnda í hópi
fyrstu íslensku sakamálasagnanna á seinni tímum; að minnsta kosti sem vitnisburð
um hvernig nýir straumar marka innlenda frásagnarhefð.
5 Nefna má Bleak House eftir Charles dickens, The Secret Agent eftir Joseph Conrad
og Pétursborg eftir Andrej Belyj.
6 Andreas Huyssen telur að á síðustu áratugum 19. aldar og við upphaf hinnar tuttug-
ustu, svo og tvo næstu áratugi eftir heimsstyrjöldina síðari, hafi hugmyndir um
aðgreiningu hámenningar og lágmenningar einkum verið áberandi, sjá: „introduc-
tion“, After the great divide: modernism, mass culture, postmodernism, Bloomington:
indiana University Press, 1986, bls. 7−9 (t.d.). Gagnrýni á eigin skrif um aðgrein-
ingu hins háa og lága svarar Huyssen t.d. í greininni „High/Low in an Expanded
Field“, Modernism/modernity 3/2002, bls. 366−367.
7 Jafnvel í hinum „Íslenska Sherlock Holmes“ er glæpurinn, þ.e. þjófnaður sem þarf
að upplýsa, ekki lykilatriði, heldur vakir einkum fyrir Jóhanni að sýna að óþekktur
alþýðumaður af íslenskum uppruna búi yfir sömu hæfileikum og spæjari Arthurs
Conans doyle.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR