Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 91
90
hugarkenningin væri „hæfileikinn til að draga ályktanir um hvað annað
fólk heldur að sé raunin við tilteknar aðstæður“10 og leiddu rök að því,
ekki síst með einföldum sálfræðilegum prófum (e. false belief test), að skýra
mætti einkenni margra einhverfra manna með því að hugarkenning þeirra
væri ekki sem skyldi eða hana vantaði alveg.11 Í skrifum þróunarsálfræð-
inga hefur orðið ofan á að hugarkenningin sé sérstök deild (e. module) í
mannshuganum.12
Þeir sem mæla fyrir hugarkenningunni líta oft svo á að börn sem ekk-
ert amar að séu byrjuð að ná valdi á henni um það bil þriggja til fjögurra
ára.13 Þá geti þau flest greint eigin hyggju frá annarra (fyrsta stig) en sex
eða sjö ára ráði þau við að hugsa um hugsanir annars manns um hugsanir
hins þriðja (annað stig).14 Í áranna rás hefur kenningin hins vegar tekið á
sig ýmsar myndir. Upphafleg tilgáta þeirra Premacks og Woodruffs er nú
oft kölluð því aðlaðandi nafni „kenningar-kenningin“ (e. Theory-theory)
af því að hún gerir beinlínis ráð fyrir að einstaklingar þurfi að hafa vald á
tiltekinni leikmannasálfræði eða almennings-sálfræði-„kenningu“ (e. folk
psychological theory) um trú, skoðanir og ætlanir annarra til að geta dregið
ályktanir af gerðum þeirra.15 Annað útbreitt afbrigði hugarkenningarinnar
10 Simon Baron-Cohen, Alan M. Leslie og Uta Frith,„does the autistic child have a
Theory of Mind?“, bls. 39. Á ensku segir: „The ability to make inferences about
what other people believe to be the case in a given situation […].“
11 Sjá t.d. Simon Baron-Cohen, Mindblindness, An Essay on Autism and Theory of Mind,
Cambridge MA:MiT-Press, 1995 [1986]; Simon Baron-Cohen, Alan M. Leslie og
Uta Frith, „does the autistic child have a Theory of Mind?“, bls. 37−46 og Alan
M. Leslie, „Pretense and representation, The origins of “Theory of Mind”“,
Psychological Review 4/1987, bls. 417−429.
12 Sjá t.d. John Tooby og Leda Cosmides, „Foreword“, Simon Baron-Cohen, Mind-
blindness, bls. xiv; dan Sperber og deirdre Wilson, „Pragmatics, Modularity and
Mind-reading“, Mind and Language 1−2/2002, bls. 3−23 og Lisa Zunshine, Why We
Read Fiction, Theory of Mind and the Novel, Athens: ohio State University Press, 2006
[2004], bls. 7. Sbr. einnig Matthew K. Belmonte, „does the Experimental Scientist
Have a “Theory of Mind?”, Review of General Psychology 2/2008, bls. 193.
13 Sjá t.d. Uta Frith, John Morton og Alan M. Leslie „The cognitive basis of a
biological disorder: autism“, Trends in Neuroscience 10/1991, bls. 434 og Henry M.
Wellman, david Cross og Julianne Watson, „Meta-analysis of Theory-of-Mind
development: The Truth about False-Belief“, Child Development 3/2001, bls
655−684.
14 Simon Baron-Cohen, „The Autistic Child’s Theory of Mind: A Case of Specific
developmental delay“ Journal of Child Psychology and Psychiatry 2/1989, bls.
285–297, hér bls. 288.
15 Sjá t.d. Handbook of Cognitive Sciences: An Embodied Approach, ritstj. Paco Calvo og
Toni Gomilla, San diego, oxford og Amsterdam: Elsevier, 2008, bls. 440.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR