Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 97
96
hliðsjón af hinu efnislega sem hugsamveru – fremur en abstrakt.35 En
ljóst er að margt breytist þegar börn fara að hafa vald á máli og geta tjáð
sig, og það sem þá gerist verður ekki allt skýrt með líkamsmótaðri iðju
og víxlverkun í mannlegum samskiptum. Gallagher og Hutto telja þó að
hugarkenningin sé óþörf og mæla fyrir því sem Hutto hefur nefnt frá-
sagnariðkunartilgátuna (e. Narrative Practice Hypothesis) til að styrkja hug-
mynd sína um líkamsmótaða víxlverkun. Frásagnariðkunartilgátan gengur
einfaldlega út á að börn fái „almennings-sálfræðiskilning“ (e. folk psycho-
logical understanding) með því að hlusta á sögur og segja þær en frásagnir
miðist við að menn hafi tilfinningahæfni og hæfni til að eiga í skiptum við
aðra. Sögur um þá sem grípi til tiltekinna athafna af skýrum ástæðum, séu
þjálfunin sem þau fái til að skilja forsendur annarra.36
Frásagnariðkunartilgátan felur í sér að lögð er áhersla á að menn hafi
líkamsmótaða vitsmuni og bregðist við öðrum við tilteknar aðstæður en
ekki sem einangruðum fyrirbærum. Frásagnir snúast ekki fyrst og fremst
um hvað gerist í höfði manna heldur hvað gerist í tilteknum söguheimi;
hvernig þeir sem hann byggja haga sér og skilja umhverfið, í tiltekinni
atburðarás sem sett eru mörk í tíma og rúmi. Mat manna á frásögnum
kann svo meðal annars að ráðast af því hvort þeir eru bara áheyrendur eða
lesendur þeirra eða taka sjálfir þátt í atburðarásinni.
Mér þykir frásagnariðkunartilgátan skynsamleg en er ekki alveg viss
um að hún hrökkvi ein til þegar gera á grein fyrir hvernig börn læra að
draga ályktanir um forsendur fyrir gerðum annarra. Sitthvað bendir til að
frásögnin sé eitt af grunnformum mannlegrar hugsunar37 − og frásagnar-
hæfni tengist getunni til að skilja aðra38 − en það virðist t.d. einnig eiga við
líkingar og þær þurfa ekki á frásögn að halda þó að þær geti verið þáttur í
henni. Eða með öðrum orðum: Menn nýta líkingar til að glöggva sig á eða
lýsa áhrifum annarra á þá og leggja niður fyrir sér forsendur þeirra fyrir
tiltekinni breytni þó að þeir séu ekki að segja frá, að skilningi Gallaghers
og Huttos. Þeir félagar styðjast við skilgreiningu Lamarque á frásögn en
35 Shaun Gallagher og daniel d. Hutto, „Understanding others through primary
interaction and narrative practice“, bls. 23−24.
36 Sama grein, bls. 29−30.
37 Sjá t.d. Jerome Bruner, „The Narrative Construction of Reality“, Critical Inquiry
1/1991, bls. 1−21.
38 Sjá t.d. Katherine Nelson, Young Minds in Social Worlds: Experience, Meaning, and
Memory, Cambridge Ma.: Harward University Press, 2007, bls. 195−208.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR