Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 99
98
bent á að Merleau-Ponty virðist hafa verið á réttum slóðum þegar hann
gerði ráð fyrir að tungumálið styddi hugsunina eða kæmi henni í kring
fremur en að það miðlaði einfaldlega fyrirfram mótaðri hugsun og gerði
hana heyrinkunnuga utan tiltekins líkama eins og einatt er gert ráð fyrir.44
Tungumálið kann jafnvel á stundum að vera þáttur í hugsuninni eins og
þegar menn „tala sig“ að þeirri hugsun sem þeir vilja koma á framfæri.45
Með skilningi Merleau-Pontys mæla t.d. rannsóknir á látæði (e. gesture) þar
eð stundum ber mál manna og látæði sem því fylgir – segjum handahreyf-
ingar − ekki vitni um nákvæmlega sömu hugsun.46 Sé tekið mið af slíku og
í sömu mund af líkamsmótun vitsmunanna, hugsamveru og víxlverkun ein-
staklings og menningar, er ég sannfærð um að skáldsagnalestur snúist ekki
öðru fremur um það sem persónum „býr í hug“ eða „heimildamyndir“.
En þar með er ekki svarað spurningunni um hvort umhugsun manna sé
öflugri en ella þegar þeir sitja einir með rituðum texta. Þegar menn setj-
ast niður að lesa skáldsögur er þeim boðið upp á að kynnast heimi með
ímynduðum atburðum og persónum.47 Þeir geta látið sér nægja viðkynn-
inguna eina og kannski gleyma þeir henni fljótt. En eins víst er að hinn
áður óþekkti heimur hafi slík áhrif á þá að þeir hugsi mikið um hann og vitji
hans jafnvel aftur og aftur til að glöggva sig betur á ákveðnum atriðum. Í
slíkum tilvikum gæti einhverjum virst sjálfsagt að hugarkenningin ætti við.
og skilningur orða, sjá Roel M. Willens og Peter Hagoort, „Neural evidence for
the interplay between language, gesture, and action: A review“, Brain and Language
1/2007, bls. 278−289, hér bls. 286.
44 Sjá t.d. Maurice Merleu-Ponty, Phenomenology of Perception, London og New york:
Routledge, 2006, bls. 207. – Ýmsir hugfræðingar sækja til Merleau-Pontys í skrif-
um sínum, t.d. George Lakoff og Mark Johnson, Jonathan Cole, Shaun Gallagher
og david McNeill, sjá t.d. George Lakoff og Mark Johnson, Philosophy in Flesh, The
Embodied Mind and Its Challenge to Western Thought, New york: Basic Books, 1999,
bls. xi, 97 og 389 og Jonathan Cole, Shaun Gallagher og david McNeill, „Gesture
following deafferentation: A phenomenologically informed experimental study“,
Phenomenology and the Cognitive Sciences, 1/2002, bls. 62.
45 Andy Clark, sem fyrr var vitnað til, telur tungumálið beinlínis þátt í hugsuninni,
sjá Andy Clark, „Language, embodiment, and the cognitive niche“, bls. 370 og
áfram.
46 david McNeill og félagar hafa kannað misræmi milli látæðis og máls, sjá t.d.
david McNeill, Hand and Mind, What Gestures Reveal about Thought, Chicago og
London: University of Chicago Press, 1992, bls. 135−144 og Justin Cassell, david
McNeill og Karl-Erik McCullough, „Speech-Gesture Mismatches: Evidence for
one Underlying Representation of Linguistic & Nonlinguistic information“,
Pragmatics & Cognition, 1/1999, bls. 1−34.
47 Hér er af praktískum ástæðum horft fram hjá flóknu samspili ímyndunar og
veruleika, t.d. í sjálfsævisögulegum skáldskap.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR