Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 108
107
félaganna66 − lesa einn kafla að loknum löngum degi á útgáfuári bók-
arinnar, og taka til við annan næsta kvöld. Sé sagan lesin þannig er athygli
lesanda rofin og eins víst að fennt hafi yfir eitthvað í minninu í dagsins önn
sem ella hefði getað orkað sem leiðarhnoða við lesturinn.67
En jafnvel þó gert sé ráð fyrir að „Ungfrú Harrington og ég“ sé lesin
í einni lotu, virðast frásagnarhlutarnir þjóna því hlutverki að rugla les-
endur í ríminu. Þeir segja frá afmörkuðum atburði eða atburðaröð og
milli þeirra eru stundum einhverjar tímaeyður. Flestir hlutarnir orka um
hríð sem lítt eða ekki tengdir og vekja þannig stundum upp marghátt-
aðar spurningar og efa í samspili við aðra þætti, til að mynda leynd. og
leynd er nýtt á ýmsa vegu í frásögninni. Annar hluti hennar segir t.d. frá
grímuballi þar sem lykil atriði er að menn leyni nafni sínu. Þar á sögumað-
ur meðal annars skipti við tvær konur, sem báðar vilja komast að því hver
hann er – og nefna að hann sé eða kunni að vera Norðmaður. önnur,
klædd sem alþýðukona, varar hann við að ýmislegt eigi eftir að henda
hann þetta kvöld og skipuleggur að þau hittist seinna í lystigarði þar sem
bæði eiga að auðkenna sig með bláum borða með tiltekinni áletrun. Hin,
í gervi hertogafrúarinnar frá Normandí, beitir ýmsum brögðum til að
finna út hver sögumaður er og leggur á endanum fyrir hann þrautir sem
hann verður að leysa eða hljóta ella refsingu, þ.e. að enda með höfuðið á
höggstokki. Á móti ógninni, sem kann að rísa með höggstokknum og lýs-
ingu á honum, vegur að sögumaður líkist í hátterni ráðagóðri persónu úr
ævintýri enda þótt hann sé uppábúinn sem víkingur og miði viðbrögð sín í
orði kveðnu við það. Hann kemst því með klókindum og tilstyrk tilviljunar
undan höggstokknum. Að auki uppgötvar hann hver hertogafrúin er, sum
sé ungfrú Harrington. Þá loksins er efalaust hver tengsl kaflans um miðils-
fundinn og grímuballið eru.
Þar eð ástæða er til að tortryggja ungfrú Harrington, ekki síður en
66 Sem dæmi um fjölda lestrarfélaga og bókaeign þeirra má taka að árin 1903−1904
voru þau 112 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu voru bækur í þeim að minnsta kosti
1848 en þá eru ótalin bindi í tveimur lestrarfélögum, sjá Fjallkonan, 11. janúar 1907,
bls. 1.
67 Málið er margflókið og snýst um skynjun, athygli, tilfinningar og ýmsar gerðir
minnis en ekki t.d. einfaldlega um hvað fólk getur innbyrt og sett mörg atriði í lang-
tímaminni. Hér skal sérstaklega nefnt til marks um „flækjustigið“ að t.d. kann að
skipta nokkru hvort vinnsluminnishæfni manna ræður við að beina athygli þannig
að atriði sem lögð eru á minnið séu áfram virk, sjá t.d. Randall W. Engell, „Work-
ing Memory Capacity as Executive Attention“, Current Directions in Psychological
Science 1/2002, bls. 19−23.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM