Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 113
112
og segir honum í löngu máli frá ástarmálum sínu og svikulum eiginmanni.
Sitthvað er látið benda til að gamla konan sé ungfrúin sem fyrr hefur reynst
svo lagið að taka á sig dulargervi. Sögumaður tekur t.d. eftir að rödd henn-
ar er unglegri en andlitið, auk þess sem sagan sem hún segir kallast á við
upplýsingar miðilsins fyrr um ástamál ungfrúarinnar. Engu að síður dregst
sögumaður á að fara næsta dag fyrir gömlu konuna til dartmouth til að
koma í veg fyrir að sonur hennar gangi að eiga hálfsystur sína.
Þar eð sögumaður játar við upphaf fimmta hlutans að saga gömlu kon-
unnar hafi minnt hann á ungfrúna en hann hafi alls ekki getað sett hana í
samband við hana og manninn með valbrána, ættu margir lesendur að sjá
− og hafa séð − hvert stefndi. En þá er „kvæðinu“ allt í einu vent í kross,
menn enn dregnir á endalokunum og ýtt undir að þeir verði uppteknir af
heilsu sögumanns. Að kvöldi þess dags sem hann talar við gömlu konuna
fer hann í leikhús að sjá „orustuna við Púltava“ og eftirlætishetju sína Karl
tólfta. Miðað við vinsældir Sagna herlæknisins við upphaf síðustu aldar,
hafa margir vitað hver örlög Karls urðu þar, svo að ganga má út frá að ugg
hafi sett að einhverjum fyrstu lesenda sögunnar. og uggurinn reynist á
rökum reistur; það kviknar í leikhúsinu áður en sýningunni lýkur. Ungfrú
Harrington er líka á staðnum og sögumanni tekst að bjarga henni frá eld-
inum en er sjálfur hrifinn úr logandi gluggakistu og fluttur á sjúkrahús
þannig að hann getur ekki sinnt erindum gömlu konunnar.
Hvaða áhrif hefur það á ímyndunarafl lesenda á ólíkum tímum − og
miðað við hvernig lestrarhefðir mótast og breytast í sögunni − þegar á
þeim dynur svo margbrotið frásagnarefni þar sem athygli þeirra er sífellt
rofin eða henni er beint í ólíkar áttir? Nákvæmar rannsóknir á skáldsögu-
lestri og athygli skortir.74 En sé það rétt, sem nýleg rannsókn bendir til, að
tilfinningar séu drifkraftur athygli og menn taki fremur eftir því sem vekur
ótta en því sem gerir það ekki,75 ættu ýmsar athugasemdir sögumanns um
það sem honum kann að stafa hætta af, eins og höggstokknum eða valbrár-
manninum, að sitja fastar í lesendum en hinar sem virðast meinleysislegri,
segjum þær sem snúa að skiptum hans við konur. Ýmsar kenningar hafa
verið uppi um ímyndunaraflið síðustu áratugi, t.d. hafa sumir litið svo á að
74 Ýmislegt gagnlegt hefur þó verið skrifað um athygli og skáldsögur, sjá t.d. Jonathan
Crary, Suspensions of Perception, Attention, Spectacle, and Modern Culture, Cambridge,
Ma.: MiT Press, 1999 og Nicholas dames, The Physiology of the Novel.
75 Sjá t.d. Arne ohman, Anders Flykt og Francisco Esteves, „Emotion drives
Attention: detecting the Snake in the Grass“, Journal of Experimental Psychology
3/2001, bls. 466−478.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR