Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 117
116
markað hefur sagnalist frá öndverðu, sjálfur leikurinn, og sögumaðurinn/
sagnamaðurinn sem sá skálkur er leikur á lesendur sína – þeim og sjálfum
honum til skemmtunar.
Um Jóhann Magnús hefur verið sagt að hann fari í sögum sínum að
„sið höfunda Íslendinga sagna og margra hinna eldri skáldsagnahöfunda“
og láti „persónurnar lýsa sér í orðum sínum og athöfnum“.83 Það gerir
hann í „Ungfrú Harrington og ég“ í sömu mund og hann nýtir fyrstu per-
sónu frásögnina til að segja að vissu marki frá hugsunum aðalpersónunnar.
Samþætting hans á hinni „fornu“ aðferð og ýmsum aðferðum sem voru
fyrirferðarmiklar í samtíma hans, leiðir hugann að þeim breytingum sem
urðu á sambandi sagnamannsins/höfundarins og áheyrenda/lesenda með
tilkomu prentlistarinnar og seinna almennari lestrarkunnáttu en fyrr, og
fjöldaframleiðslu bóka. Í stað þess að sagnamaðurinn stæði í holdinu and-
spænis áheyrendum sínum − eða staðgengill hans, þ.e. sá sem las handrit
upphátt fyrir aðra – varð hætta á að hann einangraðist sem skáldsagna-
höfundur.84 Hann hitti lesendur sína kannski sjaldan og ekki var tryggt að
verk hans væru almennt lesin upp, þannig að líkamsnándin og flutning-
urinn urðu ekki sá órofa þáttur sagnalistarinnar sem sem áður var, svo ekki
sé talað um breytingar á frásögninni sem staðlaðri vöru í einkarétti, í stað
síkvikrar munnlegrar frásagnar.
ég hef reynt að sýna hér á undan, bæði í umfjöllun um hugarkenn-
inguna og sögu Jóhanns Magnúsar, að í bókmenntarannsóknum sé ástæða
til að fjalla um manninn sem líkams- og félagsmótaða vitsmunaveru í
víðum skilningi, þannig að sjónum sé beint að fleiru en þeim taugaferl-
um sem menn upplifa sem huga. Með þeim hætti langaði mig að vekja
umræðu um ýmis grundvallaratriði sem snúa að tengslum mannskepn-
unnar og frásagna hennar. Sé tekið mið af breytingum á sambandi sagna-
mannsins/höfundarins og viðtakenda frásagna, og þar með breytingum á
sjálfri frásögninni – má bæta við: Vert er þá jafnframt að skoða í tengslum
við breytta stöðu „sagnamannsins“ og frásagnarinnar, hver áhrif tilrauna
með leynilögreglusöguna erlendis kunna að hafa verið á íslenska sagna-
gerð á fyrstu áratugum 20. aldar.
83 Richard Beck, „Bókmentaiðja Íslendinga í Vesturheimi“, Eimreiðin 1/1928, bls.
326.
84 Sbr. Walter Benjamin, „Sögumaðurinn“, þýð. Bergljót Soffía og María Kristjáns-
dætur, Fagurfræði og miðlun. Úrval greina og bókarkafla, Reykjavík: Háskólaútgáf-
an og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 247−278, hér bls.
251−252.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR