Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 120
119
Minningaathuganir – eða minningafræði – (e. memory studies) eru þverfag-
leg starfsemi sem stunduð hefur verið síðustu tvo til þrjá áratugi, einkum
í félags- og hugvísindum. Rannsóknir undir formerkjum minninga eru
í senn aðferðafræði og hugmyndafræði. Kjarni þeirra er það álit að for-
tíð lifi í nútíðinni, að fortíðin sé jafnan skoðuð með augum nútímans, að
minni og minningar einstaklinga mótist af félagslegu umhverfi og til sé
það sem kalla má sameiginlega minningu hópa, t.d. heilla þjóða, og að þessi
sameiginlega minning mótist af ýmsum öflum, stjórnvöldum, fjöldahreyf-
ingum og vísindaiðkun. Þjóðir og aðrir hópar hafa ekki minni og minn-
ingu í líffræðilegum skilningi og því er „sameiginleg minning“ mynd-
hverfing sem tekur mið af einstaklingsminningunni og er í víxlverkun við
hana. Sagnfræði og önnur vísindi eru þátttakendur í sköpun sameiginlegra
minninga, mótast af þeim og hafa áhrif á þær. Guðmundur Hálfdanarson
sagnfræðingur var manna fyrstur hér á landi til að beita sjónarhorni minn-
ingafræðanna á viðfangsefni sín, t.d. Þingvelli, en síðustu misserin hafa
flóðgáttir þessara fræða opnast hér eins og sjá má m.a. af síðustu heft-
um Ritsins. Bókmenntafræðingar hafa verið hér fremstir í flokki, svo sem
Jón Karl Helgason, sem hefur farið í saumana á helgifestu (kanóníser-
ingu) þekktra Íslendinga, og Gunnþórunn Guðmundsdóttir sem hefur
kafað í æviminningar og sjálfsævisögur, en sagnfræðingar hafa einnig mætt
til leiks, svo sem Páll Björnsson sem kannaði arfleifð og minningu Jóns
Sigurðssonar.1
1 Hér eru aðeins talin nokkur sýnishorn af nýlegum ritum: Guðmundur Hálfdanar-
son, „Collective memory, history, and national identity“, The cultural reconstruction
of places, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: University of iceland Press, 2006,
bls. 83–100. Jón Karl Helgason, Ódáinsakur. Helgifesta þjóðardýrlinga, Reykjavík:
Þorsteinn helgason
Tyrkjaránið sem minning
Ritið 3/2013, bls. 119–148