Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 121
120
Hér stendur til að beita aðferðum minningafræða á einn tiltekinn
atburð. Þegar slíkt er gert hafa viðfangsefnin einkum verið áföll og hörm-
ungar tuttugustu aldar. Hér verður vissulega fjallað um hörmungaratburði
en þeir áttu sér stað löngu fyrr, eiga sér uppruna á 17. öld og enginn núlif-
andi maður á minningu um þá í hverdagslegum skilningi. Hér er um að
ræða Tyrkjaránið á Íslandi sem átti sér stað árið 1627. Ekki er óþekkt, þó
ekki sé það algengt, að fjalla um einstaka löngu liðna atburði á þennan
hátt. Þetta hefur t.d. verið gert um hertöku Normanna á Englandi, the
Norman Conquest.2
Svo að meginatriði Tyrkjaránsins séu ljós skulu fáeinir drættir þess
dregnir upp: Stríðsmenn á vegum stjórnvalda í tveim borgum Norður-
Afríku, svokallaðir korsarar (fr. corsaires), birtust við strendur Íslands sum-
arið 1627 og réðust til atlögu. Korsarar frá Saléborg í Marokkó rændu
fólki og fémæti í Grindavík og lögðu síðan að Bessastöðum en urðu frá
að hverfa og sigldu til heimahafnar. Frá Algeirsborg komu korsarar sem
fóru ránshendi um Austurland, einkum í kringum Berufjörð, hertóku 110
manns og stefndu síðan til Vestmannaeyja með frekari liðstyrk. Í Eyjum
var herjað vel á þriðja dag. Samtals voru um fjörutíu drepnir í þessum
átökum og hátt í fjögur hundruð manns tekin til fanga, flest Íslendingar en
allnokkrir danir einnig, fólkið flutt til Norður-Afríku og selt þar á þræla-
markaði. Fólkið var þó jafnframt falt fyrir lausnarfé og var um tíundi hluti
þess keyptur til baka, flestallt fyrir tilstilli kirkju og konungsvalds. Óðara
var farið að rita frásagnir af þessum atburðum og gengu þær í afskriftum
næstu aldir.
Tyrkjaránið á Íslandi var atburður sem greina má í samhengi hernaðar,
stjórnmála, þjóðréttar og fleiri þátta,3 en það var einnig minning sem birst
hefur með margvíslegum hætti frá því að atburðurinn átti sér stað. Í upp-
hafi greinar verður athugað hvers konar einstaklingsminningar liggja til
grundvallar þekkingu okkar á Tyrkjaráninu og hvert birtingarform þeirra
er, sömuleiðis hvort minning einstaklinga getur aukið við þá þekkingu þó
að þeir einstaklingar hafi ekki verið á stað og stund atburðanna. Þá er kann-
Sögufélag, 2013. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Minnið er alltaf að störfum“.
Mótun endurminninga og sjálfs í Minnisbók og Bernskubók Sigurðar Pálssonar, Ritið
2/2013, bls. 135–148. Páll Björnsson, Jón Sigurðsson allur? Táknmyndir þjóðhetju frá
andláti til samtíðar, Reykjavík: Sögufélag, 2011.
2 Siobhan Brownlie, „does memory of the distant past matter? Remediating the
Norman Conquest“, Memory Studies 4/2011, bls. 360–377.
3 Þetta hef ég gert m.a. í greininni „The Pen and the Borrowed Sword. 500 years of
icelandic defence policy“, Scandinavian Journal of History 2/2008, bls. 105–121.
ÞoRsteinn helgason