Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 124
123
Sömuleiðis uppi heldur hann [Þorlákur biskup] og vill að saman
skrifist það nú um hans og vora daga tíðindavænlegt skeður svo
ekki úr minni líði og vér Íslendingar séum ekki síður í þessu efni en
annarra landa fróðleiksmenn er þeim sið uppi halda að saman taka
tíðindi og tilburði, hver í sínu landi og ættjörð sem eitt er meðal
annars ekki síst þau stórkostlegu, eymdarfullu og fáheyrðu tíðindi
sem skeðu hér á landi nú fyrir sextán árum ...7
Björn tilgreinir fleiri ástæður fyrir áhuga Þorláks, samtals sjö talsins og
flestar trúarlegs eðlis, að landsmenn dragi réttar ályktanir af ráninu, iðrist
og ástundi bæn og þakklæti. Björn snyrti nokkuð þau rit sem hann byggði
yfirlitssögu sína á, t.d. með því að draga úr jákvæðum lýsingum á menn-
ingu múslíma. Í formálanum leggur hann sig mjög fram um að greina
„okkur“ frá „hinum“, þ.e. „oss“ og „vorar kvinnur og börn“ frá „óguðlegri
þjóð“.8 Matthías Viðar Sæmundsson orðaði það svo að Tyrkjaránið hefði
orðið til þess að efla sjálfsmynd kristinnar menningar hér á landi og gefa
henni „merkingarsköpun sem hæfði aðstæðum“ þar sem „menningin hafði
eignast andstæðing“.9
Minning Tyrkjaránsins féll í farveg (kristinnar) siðmenningar en jafn-
framt var hún gerð að málefni þjóðarinnar. Það varð til að styrkja þjóð-
minningu Tyrkjaránsins að samþykkt var að hefja landssöfnun fyrir útlausn
herleiddra. Þetta var ekki óumdeilt í byrjun. Gísli oddsson biskup var ekk-
ert upprifinn þegar tillaga kom fram um að leggja á tyrkjatoll til að kaupa
fólk úr haldi. Þegar féð kæmi loks til skila, skrifar hann bróður sínum,
væru kannski dauðir „þeir sem vér vildum leysa. En hinir um síðir leysast
sem engin eftirsjá er að.”10 Efasemdir Gísla biskups réðu þó ekki ferðinni
að lokum heldur var samþykkt á prestastefnum að efna til söfnunar og
greiða gjald.
Hið trúarlega taumhald sem kirkja og konungur sáu sem hlutverk sitt
fólst í sögurituninni, sem áður getur, en einnig í fyrirmælum um bæna-
daga, prentun á sálmabókum og grallara (þar sem varað er við Tyrkjum),
landsföðurlegri forsjá konungsvaldsins og fleiri tiltækjum.
„Þjóðminningarvæðing“ Tyrkjaránsins kom þó ekki einungis ofan frá
7 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 215.
8 Sama rit, bls. 216–217.
9 Matthías Viðar Sæmundsson, „„Íslands er þjóð, öll sökkt í blóð.“ Tyrkjarán og
Spánverjavíg“, Skírnir 1990, bls. 327–361, hér bls. 356–357.
10 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 413.
tYRKjaRániÐ sem minning