Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 126
125
skólapilta af ráninu á Austurlandi var sennilega miklu síður þekkt, a.m.k. er
hún varðveitt í miklu færri afritum. Það er hugsanleg skýring á því að nóg
er af örnefnum og örnefnasögum fyrir austan, þar sem yfirgripssagan var
ekki til að múlbinda menn (eða upplýsa, eftir því hvernig á málin er litið).
Fleiri skýringar kunna þó að vera á þessu, svo sem kyrrstæðari búseta fyrir
austan en í Vestmannaeyjum þar sem umskipti voru tíð. Stöðug búseta er
gróðrarstía þjóðsagna og örnefna og er ennfremur heppileg fyrir varð-
veislu þeirra.
Í Vestmannaeyjum er Tyrkjaránið engu að síður í hæsta máta sameig-
inleg minning og er viðhaldið með nánum tengingum við staðhætti og
nokkur örnefni: Ræningjatanga, Tyrkjaflöt, Skansinn, Sængurkonustein,
Hundraðsmannahelli. Raunar standa tvö síðastnefndu kennileitin utan
við sagnaritun ránsins (Kláusar, Ólafs og Björns) og geta því lent undir
leiðréttingarfingri sagnfræðingsins en minningin er allajafna sterkari en
efasemdaraddir fræðinganna. Sængurkonusteinn er friðaður og merkt-
ur í bæjarfélaginu, þangað koma nemendahópar til að skoða og á upp-
lýsingavefjum um Vestmannaeyjar er hann jafnan með. Í Grindavík og
á Austfjörðum virðist hin „sameiginlega minning“ ekki vera eins sam-
eiginleg heldur greinast í afmarkaðar sögur og örnefni, sundurgreindari
minningu.
Víxlverkun einstaklings- og hópminningar
Í heimildakvikmynd um Tyrkjaránið, sem gerð var í aldarbyrjun, var ausið
bæði úr sjóðum einstaklingsminninga, hópminninga og sögu jafnframt
því sem myndin sjálf var innlegg í minningu og sögu.12 Fólk á vettvangi
atburðanna sagði sögur úr umhverfi sínu. Guðbergur Bergsson rithöfund-
ur lýsti því hvernig hann sem barn í Grindavík drakk í sig sögu um upp-
runa þistilsins sem er einstakur í þorpinu. Saga er til sem segir að í átökum
„Tyrkja“ og heimamanna í Grindavík hafi heiðið blóð og kristið fallið í
mold og af því sprottið þistill.13 Guðbergur mátaði þessa sögu við almenn-
ar hugmyndir um kristindóm og gildi bernskunnar, „leiðrétti“ þistilsöguna
og prófaði hana á sjálfum sér sem barn. Í Súlnagili upp af Breiðdalsvík
sagði Guðjón Sveinsson rithöfundur sögu af hetjudáð heimamanna þar
sem smali frá nágrannabænum Snæhvammi er foringinn. Hún snýst upp
12 Þorsteinn Helgason, Tyrkjaránið.
13 Brynjólfur Jónsson, Tillag til alþýðlegra fornfræða, Guðni Jónsson gaf út, Reykjavík:
Menningar- og fræðslusamband alþýðu, 1953, bls. 115–116.
tYRKjaRániÐ sem minning