Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 127
126
í minni um ráðsnilld lítilmagnans og alþýðumannsins sem vinnur á valds-
mönnum í ofríki þeirra og drambi. Sagan í munni Guðjóns einkennist af
nákvæmni og raunsæi hins staðkunnuga og verður trúverðugri fyrir vikið
en um leið þverstæðukennd því kjarni hennar er á yfirskilvitlegum nótum.
Hér koma fram tveir eiginleikar sögumannsins Guðjóns, rithöfundarins
sem kann að skemmta og alþýðusinnans sem réttir hlut lítilmagnans (þó
með spaugilegum undirtóni sé). Í báðum þessum tilvikum er um að ræða
víxlverkun milli einstaklings- og hópminnisins. Einstaklingurinn nemur
minningu hópsins, sveigir hana að lífheimi sínum og getur síðan haft áhrif
á sameiginlegu minninguna með því að koma frásögn sinni á framfæri.
Vitað er að minningar af atburði eru háðar einstaklingunum sem þær
hafa, skynjun þeirra, væntingum, viðhorfum og fleiru því sem kallað er
„félagslegir rammar“ minnisins. Engu að síður eru þær oftast það besta
sem völ er á þegar fjallað er um tiltekna fortíð:
...quoi qu’il en soit du manque
principiel de fiabilité du témoinage,
nous n’avons pas mieux que le
témoinage, en dernière analyse,
pour nous assurer que quelque chose
s’est passé, à quoi quelqu’un atteste
avoir assisté en personne, et que
le principial, sinon parfois le seul
recours, en dehors d’autres types de
documents, reste la confrontation
entre témoinages.14
En hvað um vitnisburð þeirra sem ekki lifðu atburðina en hafa verið
á vettvangi þeirra, í rými þeirra, og hafa tengst þeim með ýmsum hætti?
Getur einstaklingur öðlast „uppbótarminningu“ (e. prosthetic memory) um
Tyrkjaránið eins og Alison Landsberg kallar fyrirbærið?15 Er hægt að
komast í slík tengsl við ránið vegna skyldleika, áhrifamikillar miðlunar eða
tengsla á vettvangi atburðanna?
Bresku miðlafræðingarnir Emily Keightley og Michael Pickering hafa
fjallað um hlutverk ímyndunaraflsins í minningastarfseminni og telja það
14 Paul Ricœur, La mémoire, l’histoire, l’oubli, París: éditions du Seuil, 2000, bls.
182.
15 Alison Landsberg, Prosthetic Memory. The Transformation of American Remembrance
in the Age of Mass Culture, New york: Columbia University Press, 2004.
ÞoRsteinn helgason
...hvað sem líður trúverðugleika
vitnisburðar yfirleitt höfum við ekki
annað betra en vitnisburð, þegar allt
kemur til alls, til að fullvissa okkur
um að eitthvað hafi átt sér stað, þar
sem maður vottar að hafa verið við-
staddur í eigin persónu. Þegar öðrum
heimildum sleppir eru ekki aðrar
bjargir betri en að tefla saman vitnis-
burðum þeirra sem viðstaddir voru.