Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 128
127
vera brúna sem tengir einstaklingsminnið og sameiginlegu minninguna.
Þegar tilfinningatengslin eru náin, t.d. gegnum fjölskyldubönd eða „nánar
frásagnir af staðbundinni reynslu sem ganga í sérstökum félagshópum
og samfélögum“, getur óbein reynsla (e. second-hand experience) orðið
marktæk og tekið á sig mynd beinnar reynslu (e. first-hand experience).16
Sameiginlega minningin sem byggist á ópersónulegri miðlun verður með
þessu móti persónuleg, einstaklingarnir gera hana að sinni og hafa síðan
áhrif á sameiginlegu minninguna.
Kláus Eyjólfsson hefur verið næst því að eiga beina reynslu og minn-
ingu um ránið í Eyjum án þess að vera á vettvangi ránsins þegar það
átti sér stað. Hann kom þangað að öllum líkindum örskömmu síðar, sá
verksummerki og hitti þá sem sluppu. Segja má að hann hafi gengið inn í
„minningaheim“ þátttakendanna í ráninu þar sem hann var vel staðkunn-
ugur í Eyjum og átti þar frændfólk og vini. Á móti kemur að frumrit hans
af frásögninni er ekki til heldur aðeins umbreyttar afskriftir hennar.
Tengingin við atburði Tyrkjaránsins er með ýmsum hætti. Skyldleiki
við fórnarlömb Tyrkjaránsins kom Jóni Þorkelssyni á 18. öld til að yrkja
hetjubrag um framgöngu Hjálmars Jónssonar í Grindavík sem réðst gegn
korsurum þar til að bjarga systur sinni en beið ósigur. Kvæðið er á latínu
og er sviðsetning atburða í fjörunni í Grindavík en á sér þó að stíl og yfir-
bragði fremur stað í Trójuborg eða öðrum hetjulegum stað fornaldar og
þó fyrst og fremst í klassískum texta. Hann afritaði einnig Tyrkjaránssögu
Björns á Skarðsá í tvígang og tók það fram í afritinu að það væri skrifað af
„sonarsonarsyni Halldórs Jónssonar hertekna“.17 Jón var einnig tiltölulega
nálægt fórnarlömbum ránsins í tíma þar sem ekki voru liðin nema rúm
hundrað ár frá því að atburðirnir áttu sér stað. Ennfremur hafði hann
„tilfinningaminningu“ af atburðunum í heimasveit sinni, Grindavík í
Gullbringusýslu. Skilaboð Jóns Þorkelssonar, „minning“ hans, eru virð-
ing við fórnarlömbin, annars vegar með því að koma frásögn atburðanna
áleiðis með nákvæmni og samviskusemi við afritun hennar, hins vegar
með því að gera Grindvíkinga 17. aldar að verðugum og harmrænum ein-
staklingum.
Jón Þorkelsson skrifaði um Tyrkjaránið í einu samhengi í viðbót, í sögu-
16 „…the intensive accounts of local experiences circulating in particular social
groups and communities…“ Emily Keightley og Michael Pickering, The Mnemonic
Imagination. Remembering as Creative Practice, Houndmills, Basingstoke: Palgrave
Macmillan, 2012, bls. 87.
17 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 209.
tYRKjaRániÐ sem minning