Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 132
131
ofuráhersla á áfallahjálp geti beint athyglinni frá því að stór hópur þeirra
sem lendir í alvarlegum áföllum stenst þau án utanaðkomandi aðstoðar.27
Bandarískir fræðimenn í sagnfræði og geðlækningum, Edgar Jones
og Simon Wessely, hafa fært rök fyrir því að skilningur manna og grein-
ing á áhrifum áfalla séu menningar- og sögubundin fyrirbæri. Í og eftir
fyrri heimsstyrjöld hafi það t.d. fallið að hefðbundnum viðmiðum að telja
áföll hermanna vera af vefrænum toga (hjartatruflanir, öndunarerfiðleik-
ar, („e. shell shock“ o.fl.). Hin þekkta greining áfallastreituröskun (e. post-
traumatic stress disorder, PTSd) hafi komið fram í pólitísku umhverfi,
nefnilega andófinu gegn Víetnamstríðinu, til þess að sýna áhrif þess og
renna stoðum undir bótakröfur og tryggingar. Viðnám og þanþol ein-
staklinganna sé misjafnt en allir hafi þó mörk sem áföllin geti farið yfir.28
Í niðurstöðum rannsóknar, sem byggðist á ítarlegum viðtölum við
fjórtán ungmenni sem björguðust undan skálmöldinni í Súdan á níunda
áratug 20. aldar og fengu hæli í Bandaríkjunum, reynir geðhjúkrunar-
fræðingurinn Janice H. Goodman að taka saman hvaða frásagnarþræðir
(e. themes) eru sameiginlegir hjá þessum ungmennum og teljast einkenna
bjargarhætti (e. coping strategies) þeirra. Það var í fyrsta lagi hugsunin um
að þau væru ekki ein í hremmingum sínum, í öðru lagi að bæla hugsanir
um hörmungarnar niður og dreifa athyglinni með því að sinna ýmsum
verkefnum (vafamál um langtímavirkni þessa), í þriðja lagi sáu þau líf sitt
og dauða í hendi Guðs og í fjórða lagi að í öllu vonleysinu nærðu þau von
um að komast í skjól og helst að fá einhverja menntun en það væri lykillinn
að frekari björgun.29 Í annarri samantekt um „resilience“ (seiglu, björg-
un) eru sjö atriði tekin til sem ákvarðandi um úthald þeirra sem lenda í
hremmingum: a) sjálfsstjórn, b) nákomnum trúað fyrir áföllunum, c) sjálfs-
vitund og hópvitund, d) vitund um bjargráð eftir áfallið, e) samhjálparvið-
leitni, f) færni til að sjá merkingu í hremmingunum og tilverunni á eftir, g)
tengslamyndun í hópi vina og þjáningarsystkina.30
27 George A. Bonanno, „Loss, Trauma, and Human Resilience. Have We Underes-
timated the Human Capacity to Thrive After Extremely Aversive Events? “ Am-
erican Psychologist 1/2004, bls. 20–28.
28 Edgar Jones og Simon Wessely, „Psychological trauma: a historical perspective“,
Psychiatry 7/2006, bls. 217–220.
29 Janice H. Goodman, „Coping with Trauma and Hardship Among Unaccomp-
anied Refugee youths from Sudan“, Qualitative Health Research 9/2004, bls. 1177–
1196.
30 J.P. Wilson, „Traumatic events and PTSd prevention“, The Handbook of Studies on
Preventive Psychiatry, Amsterdam: Elsevier, 1995, bls. 10.
tYRKjaRániÐ sem minning