Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 134
133
sögumanna og af þeim voru tveir sjónarvottar að því sem fram fór eða
að eftirköstum þess, eins og áður er talið. Frásaga annars þeirra, Kláusar
Eyjólfssonar, einkennist af lýsingu á stökum ofbeldisverkum og er vafa-
laust mörkuð af heimildarmönnum Kláusar sem voru skelfingu lostnir
eftir nauma björgun úr höndum ofbeldismanna. En Kláus sjálfur gefur
frásögninni einnig ramma og heildarmynd og meðvitaða túlkun á köflum.
Frásagan hefur samfelldan söguþráð frá upphafi til enda og það er varla
nema einu sinni sem hann þarf að skipta lítillega um sögusvið og taka upp
eldri þráð: „Nú er að segja frá athöfnum landmorðingjanna ...“35 Kláus
jafnaði Tyrkjaráninu við eyðingu Jerúsalem og gaf því þar með stærð-
argráðu. Hann lýsti einnig dauða Jóns Þorsteinssonar sem píslarvætti og
setti hann þannig í þýðingarmikið trúarsamhengi.
önnur meginfrásögnin af ráninu er Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Hún
var skrifuð ári eftir ránið og einkennist af yfirvegun og hugleiðingu (sem
sumpart er þó horfin í varðveittum afritum). Almennt gildir um mun-
inn á frásögnum Kláusar og Ólafs það sem sálfræðiprófessorinn david B.
Pillemer segir í tilefni af mati á allt annarri 17. aldar frásögn:
individuals who are highly symp-
tomatic at the time of recall may
exaggerate the original trauma and
the severity of their reaction to it,
whereas mentally healthy survi-
vors may show a reverse bias and
downplay the severity of the initial
insult. 36
Þessi greining á bæði vel við lýsingar Ólafs, sem einkennast af ótrúlegu
jafnaðargeði manns sem býr við „góða geðheilsu“, og frásögn Kláusar sem
byggist á vitnisburðum þeirra sem sluppu naumlega og eru skiljanlega illa
haldnir.
Bent hefur verið á gildi þess að færa frásögn af erfiðri lífsreynslu í
letur og þetta hefur verið notað í sálfræðilegri meðferðarvinnu.37 Ólafur
35 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 25.
36 david B. Pillemer, „Can the Psychology of Memory Enrich Historical Analyses
of Trauma?“, History & Memory 2/2004, bls. 140–154, hér bls. 142.
37 James W. Pennebaker, „Writing About Emotional Experinces as a Therapeutic
Process”, Psychological Science 3/1997, bls. 162–166.
tYRKjaRániÐ sem minning
Einstaklingar, sem eru illa haldnir
þegar atburðirnir eru rifjaðir upp,
kunna að ýkja upprunalegu hremm-
ingarnar og viðbrögð sín, en þeir
sem björguðust og búa við góða
geðheilsu kunna að halla máli í hina
áttina og draga úr alvöru upphaflega
ofbeldisverksins.