Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 136
135
Vélað um minningu Tyrkjaráns
Þorlákur Skúlason biskup hafði persónulegum minningum að miðla um
Tyrkjaránið en hann hefur einnig viljað móta sameiginlega minningu þjóð-
arinnar um þessi efni. Þjóðminningu má móta með ýmsum verkfærum og
á síðari tímum má nefna tvö þeirra, annars vegar sýningar og hátíðahöld á
afmælum og hins vegar útgefið námsefni fyrir skóla. Fleiri leiðir eru til og
verður vikið að nokkrum þeirra hér á eftir.
Atburðir sem hægt er að telja upphaf jákvæðs ferlis með þjóðum eru að
jafnaði valdir til hátíðahalda fram yfir aðra. Tyrkjaránið, sem var tilraun til
niðurrifs þjóðarinnar, er í því ljósi ekki hentugt til þjóðhátíðar. Ránið var auk
þess bundið ákveðnum stöðum á landinu, einkum Vestmannaeyjum, þó að
það væri meðhöndlað sem þjóðarmálefni frá upphafi eins og áður greinir.
Minningahátíðir um ránið hafa eingöngu verið haldnar í Vestmannaeyjum
svo að vitað sé. Þannig var árið 1927 þegar þrjú hundruð ár voru liðin frá
ráninu. Þar var ekki um fagnaðarhátíð að ræða heldur minningarstund,
kransar voru lagðir á leiði, erindi flutt og flaggað í hálfa stöng. Biskup
landsins og dómkirkjuprestur sendu skeyti til Vestmannaeyja í tilefni dags-
ins. Sigfús Johnsen sagnaritari flutti erindi um Kláus Eyjólfsson og sr.
Jes A. Gíslason fyrirlestur í bíóhúsinu sem var yfirlit um Tyrkjaránið.41
dagblöð landsins tóku þó áberandi rými undir sögu Tyrkjaránsins og var
lengst mál um hana í Lesbók Morgunblaðsins. Í Lögréttu (ritstjóri Þorsteinn
Gíslason) var fullyrt að atburðurinn sæti fastur í þjóðarminninu: „Fáar
eða engar hörmungar, sem á þjóðinni hafa dunið, læstust jafn fast og sárt í
meðvitund hennar og tyrkjaránið ...“42
Tyrkjaránið fékk inni á sögusýningu í Reykjavík sem var haldin í tilefni
lýðveldisstofnunar árið 1944, með miklum texta og myndum sem mál-
aðar voru sérstaklega fyrir sýninguna. Einar olgeirsson, alþingismaður
Sósíalistaflokksins, var hvatamaður að sýningunni og aðalhugmyndafræð-
ingur hennar ásamt Einari Ólafi Sveinssyni sem þá var háskólabókavörð-
ur. Sögusýningunni var skipt í kafla samkvæmt hugmyndum um gullöld,
hnignun og endurreisn. Tyrkjaránið fékk því stað í fimmta kafla, „nið-
urlægingunni“, og þótti hæfa vel þar.43
41 Héraðsskjalasafnið í Vestmannaeyjum. Skjöl úr eigu Jes A. Gíslasonar.
42 „Tyrkjaránið. 1627–1927“, Lögrétta, 20. júlí 1927, bls. 3.
43 Frelsi og menning. Sýning úr frelsis- og menningarbaráttu Íslendinga í Menntaskólanum
í Reykjavík í júní 1944, Reykjavík, 1944. Bæklingurinn er ekki skráður með höfund-
arnafni en handrit hans sem varðveitt er á Árnastofnun er með hönd Einars Ólafs
Sveinssonar og staðfesti Einar olgeirsson það. Lýðveldishátíðin 1944, Þjóðhátíð-
tYRKjaRániÐ sem minning