Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 137
136
Skipting Íslandssögunnar á þennan hátt er hugsanlega ein af þeim hug-
myndum sem setur ramma um minningu þjóðarinnar, sjálfsagt með mikl-
um tilbrigðum og mismikilli nákvæmni í útfærslu. Vísbendingar um að
þetta „hugarlíkan“ lifi í meginatriðum góðu lífi, a.m.k. á opinberum eða
hálfopinberum vettvangi, eru tvær opinberar skýrslur seinni ára, annars
vegar um ímynd Íslands,44 og hins vegar um menningartengda ferðaþjón-
ustu þar sem tímabilaskipting er veigamikill þáttur. Tímabilið 1400–1800
er þar kennt við hrörnun og undanhald.45 Hin meinta hnignun er að jafn-
aði tengd dönsku valdi, stundum einnig kaldri veðráttu og á seinni árum
einnig innlendri höfðingjastétt.
Sagnfræðingar létu ekki sitt eftir liggja í hörmungalýsingum þessa
tímabils lengi vel. Allra síðustu ár hefur myndin orðið fjölbreyttari, bæði
um ástand mála og orsakavalda. Til að mynda hefur Helgi Þorláksson
sagnfræðingur endurskoðað álitið á 17. öld og telur hana lengst af hafa
verið nokkuð hagfellda landslýð þó að einnig hafi orðið brestur og skortur.
Ekki hafi kreppt verulega að fyrr en undir lok aldarinnar. danska valdið er
ekki lengur að baki öllu sem illa fer.46
Þó að við gefum okkur að hörmungaskeiðsímyndin hafi verið ríkjandi
er ekki þar með sagt að Tyrkjaránið hafi ófrávíkjanlega verið tengt við
hnignun og erlent vald í sameiginlegri minningu þjóðarinnar (eða tals-
manna hennar). Í blaðagreinum í tilefni af 300 ára minningu ránsins, þ.e.
1927, var það að vísu gert í lokaniðurstöðum en með nokkuð almennum
orðum. Þannig sagði í Lögréttu: „En atburðirnir bera einnig vott um varn-
arleysi og vesæld landsmanna næstu mannsaldrana áður en fyrir alvöru
hefst íslensk endurreisn.“47 Í Ísafold er skrifað: „Bæði var nú, að drepin
var dáð úr íslensku þjóðinni þá, eins og best má sjá á því, að Tyrkjum var
hvergi viðnám veitt ...“48 Vafasamt er þó að álykta af stökum yfirlýsingum
af þessu tagi að Tyrkjaránið sé sterklega tengt hugmyndum um hnignunar-
arnefnd samdi að tilhlutan Alþingis og ríkisstjórnar, Reykjavík: Leiftur, 1945, bls.
27–31.
44 Styrkur, staða og stefna. Skýrsla nefndar, [Reykjavík]: Forsætisráðuneytið 2008.
45 Tómas i. olrich, Menningartengd ferðaþjónusta, Reykjavík: Samgönguráðuneytið,
2001. Þessi skýrsla er að vísu eins manns verk en að baki var fimm manna nefnd og
fjölmargir nafngreindir viðmælendur.
46 Helgi Þorláksson, Saga Íslands 6, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögu-
félag, 2003; Helgi Þorláksson, Saga Íslands 7, Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, Sögufélag, 2004, einkum bls. 5–8, 85 og 183–199.
47 „Tyrkjaránið 1627–1927“, Lögrétta, 20. júlí 1927, bls. 3.
48 „Tyrkjaránið 1627“, Ísafold, 20. júní 1927, bls. 2.
ÞoRsteinn helgason