Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 139
138
um samskipti við erlendar þjóðir og er niðurstaða hans að greina megi
djúpminningarstef í flestum frásögnum, þ.á m. í sögukennslubókum, þ.e.
að Rússar séu á upphafsstigi friðsælir og uggi ekki að sér, síðan eru þeir
sviknir og ráðist er á þá, þeir komast í hann krappan en rísa síðan gegn
ofureflinu með undraverðum hætti. Með svipuðum hætti hafa fræðimenn
greint (djúp)minningu um stöðu danmerkur í seinni heimsstyrjöld, að
landið hafi verið talið „lítið, saklaust og manneskjulegt“.51
Er hægt að greina að kennslubókarsagnir af Tyrkjaráninu lúti slíkri
djúpminningu? Greiningin á tilviki Rússlands verður ekki yfirfærð beint
þar sem Tyrkjaránið er einstakur atburður en ekki hluti af endurtekningu
sem Rússar geta séð í árásum á sitt land. dæminu má hins vegar snúa
við og telja að djúpminningin um samfellda og endurtekna friðsæld fái
staðfestingu með því fágæta sem rýfur hana. Kennslubókahöfundar áttu
hins vegar í nokkrum erfiðleikum með að setja Tyrkjaránið í þjóðernis-
legt samhengi. Þó að flest væri skoðað gegnum þjóðernisgleraugun um
áratugaskeið var ekki borðleggjandi að sjá þjóðernisboðskap í atburðarás
Tyrkjaránsins. Jónas Jónsson frá Hriflu komst þó nokkuð áleiðis í þessa
veru með ákveðnum stílbrögðum í frásögninni: með því að hnýta í dönsk
yfirvöld sem höfðu með varnir landsins að gera og með því að vekja samúð
með saklausum (íslenskum) fórnarlömbum ránsins með hnitmiðaðri hrynj-
andi í frásögninni og myndhverfingum úr sveitasamfélaginu eins og þetta
dæmi sýnir um aðfarirnar í Vestmannaeyjum:
Sumir hlupu í bergið eða hella og jarðholur, en flestir urðu á vegi
ræningjanna, og var þeim sópað sem fjárhóp til réttar, niður að
dönsku verslunarhúsunum og fólkið byrgt þar inni. Konur, börn
og gamalmenni, sem eigi gat gengið eins hart og ræningjarnir, var
barið, limlest, svívirt, drepið og saxað í smástykki.52
Frásagnir kennslubókahöfunda verða hugleiðingar og boðskapur um stöðu
landsins, fjarlægð frá umheiminum, einkenni eigin samfélags og viðhorf
1/2008, bls. 133–156, hér bls. 139; James V. Wertsch, „Texts of Memory and Texts
of History“, L2 Journal 1/2012, bls. 9–20, einkum bls. 14.
51 Mette Zølner, „Remembering the Second World War in denmark. The impact of
Politics, ideology and Generation“, Myth and Memory in the Construction of Comm-
unity. Historical Patterns in Europa and Beyond, ritstj. Bo Stråth, Brussel: P.i.E.-Peter
Lang, 2000, bls. 351–373, hér bls. 354.
52 Jónas Jónsson, Íslandssaga handa börnum 2, Reykjavík: Félagsprentsmiðjan 1916,
bls. 48.
ÞoRsteinn helgason