Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 142
141
með fjölþáttasjónarhorn sem aðferð vill að margar raddir heyrist. En sam-
eiginleg minning er seigfljótandi efni og takmörk fyrir því hve mikil blæ-
brigði og álitamál hún getur innbyrt. Á opinberum vettvangi, einkum á
hátindi þjóðernishyggjunnar, var unnið að því að sameiginleg þjóðminn-
ing væri ein og óskipt. Á seinni tímum hefur verið reynt að skapa hljóm-
grunn fyrir fjölraddaðri minningu sem þó byggist á sama grunnstefi.60
Heimurinn tengist sífellt fjölþættari og fastari böndum og því skal gerð
tilraun til að skoða í kristallskúluna og sjá hvaða stefnu sameiginleg minn-
ing um Tyrkjaránið kann að taka ef hún ferðast um heiminn og verður
hnattræn og þvermenningarleg.61
Í Tyrkjaráninu voru flestir hinna herteknu seldir á þrælamarkaði.
Tyrkjaránið tilheyrir því sögu og minningu þrælahaldsins í heiminum.
Þrælahald er vissulega hátt á samviskuskrá í hnattrænni minningu heims-
ins og einstakra landa en þar er ekki allt þrælahald skráð í syndareg-
istrið. Þrælaflutningarnir miklu frá Afríku til Ameríku og þrælahaldið í
Bandaríkjunum, einkum á 19. öld, vega jafnan þyngst. Um síðustu aldamót
og fyrstu ár þessarar aldar jókst áhugi á bandarísku þrælahaldi með undra-
verðum hætti í miðlum af öllu tagi – sjónvarpi, kvikmyndum, söfnum,
kennslubókum, minnisvörðum, fræðiritum o.fl. Forsetarnir Bill Clinton
og George W. Bush báðust afsökunar á þrælaversluninni í ræðum á eyj-
unni Gorée í Senegal með fárra ára millibili.62 Ein forsendan fyrir sameig-
inlegri minningu um þrælasöluna frá Afríku eru kynþáttamálin sem stöðugt
eru viðfangsefni í Bandaríkjunum (og í ýmsum löndum öðrum). Í ýmsum
Afríkuríkjum er þrælahald ekki svo löngu um garð gengið að það ætti að
vera hluti af sameiginlegri minningu en þar er sums staðar skipulega gert í
því að hunsa þá minningu og breiða yfir hana.63 Í mörgum Evrópulöndum
er tilhneiging til þess að gera lítið úr hlutverki eigin lands í þrælasölu
og þrælahaldi, einkum á nýlendutímanum, en draga frekar fram hve milt
þrælahaldið hafi verið og tala síðan meira um afnám þrælaverslunar. Þetta
60 Charles Forsdick, „Contrapuntal memories of Slavery and Abolition in the French-
Speaking World“, Slavery, Memory and Identity, ritstj. douglas Hamilton, Kate
Hodgson og Koel Quirk, London: Pickering & Chatt, 2012, bls. 105–114.
61 Astrid Erll, „Travelling Memory“, Parallax 4/2011, bls. 4–18.
62 ira Berlin, „American Slavery in History and Memory and the Search for Social
Justice“, Journal of American History 4/2004, bls. 1251–1268.
63 Eric Hahonou og Lotte Pelckmans, „“History must be Re-Written!“: Revisionist
Ambitions among West African Slave descendants“, Slavery, Memory and Identity,
bls. 91–104.
tYRKjaRániÐ sem minning