Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 143
142
hefur m.a. komið fram í athugunum á kennslubókum.64 Á öllum þessum
stöðum er þrælahald og þrælasala nærtækt viðfangsefni og lifandi veruleiki
í minningunni þó að birtingarmyndir hennar séu mismunandi.
Þrælkun Norður-Afríkumanna á Evrópumönnum – og þrælkun mús-
líma á frönskum galeiðum – hvarf í skuggann af því sem á eftir kom, eink-
um á nýlendutímanum á 19. og 20. öld og síðan af sjálfstæðisbaráttu og
uppgjöri eftir nýlendustefnuna. Samviska evrópskra húmanista var þjökuð
af nýlenduarfinum, af yfirgangi, forræðishyggju og þrælkun.
En nýlendustefnan var þversagnakennd. Í samskiptum Frakklands og
Alsírs kemur þetta berlega fram. Allt „tyrkjatímabilið“ skiptust á vopnuð
átök og friðarsamningar en lengi vel áttu samskiptin sér í meginatriðum
stað undir formerkjum ríkjandi þjóðréttar og viðurkenndra hugmynda. Í
þeim fólst að hertaka á hafi – sjórán – var lögmæt aðgerð ef formskilyrða
var gætt. Ekki var heldur hægt að amast við þrælahaldi þar sem báðir aðilar
ástunduðu það, Alsírmenn í eigin landi en Frakkar einkum í öðrum heims-
álfum. Í Frakklandi tóku hins vegar að skjóta rótum ákveðnar hugmyndir
um frelsi og þær eru raktar a.m.k. til 16. aldar. Samkvæmt þeim „eru engir
þrælar í Frakklandi“ og hver sá sem steig á franska mold var frjáls mað-
ur.65 Auðvelt er að benda á tvöfeldnina í þessari frelsishugsjón. Annars
vegar náði hún ekki til svartra þræla sem Frakkar höfðu á sínum vegum,
einkum í Ameríku. Hins vegar var frelsisreglan ekki algild í Frakklandi
sjálfu heldur. Á galeiðum konungsins voru sakamenn en einnig múslímskir
þrælar sem jafnan voru kallaðir Tyrkir. Fjöldi þeirra náði hámarki á dögum
sólkonungsins, Loðvíks fjórtánda, sem þótti sýna með þessu að hann var í
forystu kristinna konunga gegn óvinum trúarinnar. „Tyrkirnir“ voru flest-
ir keyptir í þrældóminn og þannig lét konungsvaldið aðra um að vinna
óhreinu störfin. Samtímis hneyksluðust Frakkar á því að löndum þeirra
var haldið í þrældómi í Norður-Afríku – og höfðu stundum fangaskipti yfir
Miðjarðarhafið.
Smám saman var þessi tvöfeldni – eða margfeldni – augljósari og stríddi
gegn vitund upplýstra manna. Voltaire, diderot og fleiri upplýsingarmenn
64 Marta Araújo og Silvia Rodríquez Maeso, „Slavery and Racism as the „Wrongs“ of
(European) History: Reflections from a Study on Portuguese Textbooks“, Slavery,
Memory and Identity, bls. 151–166.
65 Gillian Weiss, „Barbary Captivity and the French idea of Freedom“, French Histori-
cal Studies 2/2005, bls. 231–264, hér bls. 233; Gillian Weiss, „infidels at the oar:
A Mediterranean Exception to France’s Free Soil Principle“, Slavery & Abolition
3/2011, bls. 397–412.
ÞoRsteinn helgason