Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 148
147
Ú T d R Á T T U R
Tyrkjaránið sem minning
Tyrkjaránið á Íslandi var hernaðaraðgerð, pólitískur viðburður og þjóðréttarleg
gjörð en hvernig sem það er skilið situr það fast í minni Íslendinga og verður ekki
fram hjá því gengið. Um ránið eru allmiklar samtímaheimildir og þær eru flestar
skjalfærðar minningar einstaklinga sem voru þátttakendur og vitni að atburðunum.
Vegna þeirra og söguslóða sem enn má vitja hafa margir tengt sig við atburðina eftir
að þeir áttu sér stað og haft um þá merkingarbær sjónarmið. Fyrir þátttakendurna
voru minningarnar trámatískar en þó í misjöfnum mæli, t.d. er skelfingin augljós
í frásögn Kláusar Eyjólfssonar en blærinn yfirvegaðri í reisubók Ólafs Egilssonar.
Tyrkjaránið varð fljótlega að þjóðminningu þar sem ritaðar frásagnir af því flugu um
landið í afskriftum og stjórnvöld skáru úr um að það varðaði þjóðarheill. Atburðirnir
hafa verið túlkaðir og notaðir á mismunandi vegu í þjóðfélagsumræðu og sögurit-
un – sem rof á friðsæld Íslands, sem niðurlæging á eymdartímum, sem ögrun við
siðræn gildi, sem prófsteinn á gildi lands og lýðs – en engin ein túlkun hefur fest sig
í sessi til langframa. Í hnattvæðingu nútímans og náinnar framtíðar má hugsa sér að
minningunni um Tyrkjaránið verði miðlað til alþjóðasamfélagsins og að hún verði
hugsanlega tilefni til afsökunarbeiðni en slíkar hafa tíðkast í vaxandi mæli vegna mis-
gjörða fortíðar.
Lykilorð: Einstaklingsminning, sameiginleg minning, áfallaminning, félagsleg
minning, Tyrkjaránið
A B S T R A C T
The Turkish Raid as Memory
The focus has been on events of a recent past in memory studies, mainly the last
hundred years, with the Holocaust as a matrix theme. An event of a more distant
past is under scrutiny in this article, the so-called Turkish Raid of 1627. during the
summer of that year, corsairs of North Africa raided the southern coastal regions
of iceland, capturing around 400 people to be held captive for ransom and as slave
laborers. Some ten percent of them were eventually ransomed. The event is deeply
rooted in the collective memory of iceland, both at the local and national level. The
article investigates the pervasive individual memories which lie behind the written
accounts of the Raid, the possibility of a „prosthetic“ memory of the events, the
cultural memory reflected in place names, folk tales and fiction and the collective
memory heralded in textbooks and official reports. The molding and manipulation
of the collective memory of the Raid are examined, from the making of a common
national memory to the different interpretations of recent times. The possibility of a
transcultural memory of the Turkish Raid is considered, especially vis-à-vis Algeria
where the French colonial period and the independence war is the over shadowing
tYRKjaRániÐ sem minning