Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 151
150
þar á sér stað misbeiting eða misskipting valds. Hún leggur hins vegar áherslu
á að þetta geti tekið á sig ólíkar myndir. Í sumum tilfellum sé um ákveðna ger-
endur að ræða sem misbeita valdi, jafnvel markvisst og meðvitað, en í öðrum
sé um að ræða kerfi eða aðstæður sem fela í sér að tilteknir einstaklingar eða
hópar verða fyrir rangsleitni án þess að endilega sé hægt að áfellast einhverja
ákveðna gerendur.
Eyja M. Brynjarsdóttir
orðið ,rasismi‘ er notað á marga vegu og margt flokkast þar undir, að
minnsta kosti í Bandaríkjunum nú á dögum: rasískt hatur og rasísk fyrirlitn-
ing (hvort sem er opinber eða falin), opinská mismunun, lúmsk útilokun,
óviljandi undanbrögð, menningarleg hlutdrægni í þágu evrópulegra við-
miða um hegðun og fegurð, neikvæðar rasískar staðalímyndir í fjölmiðl-
um, listum og opinberri umræðu. Listinn er ekki tæmdur. Í þessari grein
mun ég einblína á rasíska kúgun. Rasísk kúgun almennt og yfirráðastefna
Hvítra sérstaklega er hvor tveggja nokkuð sem hver sá sem lætur sig varða
kynþáttaréttlæti þarf að skoða, óháð öllum ágreiningi um notkun orðs-
ins ,rasismi‘.1 ég geri ráð fyrir því að rasísk kúgun teljist til rasisma bæði
í almennri umræðu og í ýmsu fræðilegu samhengi. Því má vænta þess að
rannsókn á því hvað rasismi er og hvernig við ættum að takast á við hann
feli í sér að rasísk kúgun sé skoðuð.
Hvað er rasísk kúgun? drottnun eins hóps yfir öðrum getur átt sér
ýmsar orsakir og henni er viðhaldið á ýmsa vegu. Til að skilja rasíska
kúgun ættum við væntanlega að skoða kúgun almennt, sem og einstök
söguleg tilvik þar sem kynþáttamisrétti er í brennidepli. ég tel að ekki sé
hægt að öðlast fullnægjandi skilning á rasisma fyrirfram, heldur hvíli hann
á djúpri greiningu á sögulegum dæmum þar sem kynþáttur á þátt í að skýra
ranglæti. Verkfæri heimspekinnar eru mikilvæg, sérstaklega þar sem grein-
ingin verður gildishlaðin, en verk sagnfræðinga, félagsfræðinga, lögspek-
1 ég kýs að skrifa nöfn kynþátta með upphafsstaf (,Hvítur‘, ,Svartur‘, ,Suður-Amer-
íkumaður‘, o.s.frv.). Þetta tel ég rétt til að gæta samræmis milli kynþátta sem vísað
er til með litaheitum og þeirra sem vísað er til með nöfnum á heimsálfum, til að
draga fram muninn á venjulegum orðum yfir liti og samhljóðandi orð sem notuð
eru yfir suma kynþætti og eins til að draga fram hvernig kynþáttur er manngerður
gagnstætt því að litur (eða landfræðilegur uppruni) er náttúrulegur. Ennfremur
hef ég í öðrum verkum notað orðin ,svartur‘, ,hvítur‘ o.s.frv. með lágstöfum til að
vísa til líkamsímyndar sem tengd er kynþætti og nota orðin með hástaf sérstaklega
fyrir kynþáttaflokkaða hópa. Þessi greinarmunur á húðlit og kynþætti er, að ég tel,
fræðilega mikilvægur.
SALLy HASLANGER