Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 152
151
inga og bókmenntafræðinga eru ómetanleg við afhjúpun ranglætis sem er
oft með lúmskum hætti ofið inn í samfélag okkar.
Þessi grein er tilraun til að skýra hvernig líta má á rasisma og aðrar
birtingarmyndir félagslegs ranglætis sem hluta af samfélagsgerðinni og oft
gegnir vald þar þýðingarmiklu hlutverki. Í heimspekilegum skrifum um
kynþætti og rasisma hefur oft verið einblínt á einstaklinginn og stundum
hefur því verið haldið fram að ranglæti rasismans sé gagnvart einstaklingn-
um og að kerfislægur eða stofnanabundinn rasismi sé leiddur af hinum ein-
staklingsmiðaða.2 Í fyrri hluta greinarinnar leiði ég í ljós andstæður milli
þess sem ég mun kalla „kerfislæga“ kúgun og „gerandabundna“ kúgun og
ræði í stuttu máli um gildistengdan grunn þess ranglætis sem hvor um sig
felur í sér. Í seinni hlutanum skoða ég það sem einkennir kúgun hópa. Sér í
lagi spyr ég við hvaða tengsl milli hópsins – kynþáttar, kyns, stéttar o.s.frv.
– og ranglætisins skuli miða til að skilgreina kúgun hópsins. ég mun færa
rök fyrir því að kúgun hóps þurfi ekki að fela það í sér að hópurinn sé með
opinskáum hætti skotspónn hinnar ranglátu stofnunar en að meira þurfi
til en tilfallandi fylgni milli meðlima hópsins og þeirra sem verða fyrir
ranglátri meðferð. Markmiðið er að setja fram málamiðlun milli þessara
tveggja viðhorfa.
1. Kúgun: Gerendur og kerfi
Hvað er kúgun? Kúgunarhugtakið hefur verið notað til að benda á það
hvernig hópum einstaklinga er með kerfisbundnum og ósanngjörnum
hætti gert óhægt um vik innan tiltekinna samfélagsgerða.3 Að þessu sögðu
2 Adrian Piper, „Higher-order discrimination“, Identity, Character, and Morality:
Essays in Moral Psychology, ritstj. owen J. Flanagan og Amélie Rorty, Cambridge,
MA: MiT Press, 1990, bls. 285–309; Adrian Piper, „Two Kinds of discrimination“,
Yale Journal of Criticism 1/1993, bls. 25–74; Kwame Anthony Appiah, „Racisms“,
Anatomy of Racism, ritstj. david Theo Goldberg, Minneapolis: University of
Minnesota Press, 1990, bls. 3–17. Sjá einnig Gertrude Ezorsky, Racism and justice
the case for affirmative action, ithaca: Cornell University Press, 1991. Um kerfislæg-
an rasisma, sjá J.L.A. Garcia, „The Heart of Racism“, Journal of Social Philosophy
1/1996, bls. 5–46; „Current Conceptions of Racism: A Critical Examination of
Some Recent Social Philosophy“, Journal of Social Philosophy 2/1997, bls. 5–42; og
„Philosophical Analysis And The Moral Concept of Racism“, Philosophy & Social
Criticism 5/1999, bls. 1–32.
3 Áhugavert væri að skoða sögu orðsins ,kúgun‘ og notkunar þess í samhengi við
pólitískar deilur. ég hef valið þetta orð sem viðfangsefni greinarinnar einkum til
að staðsetja umræðuna innan ákveðinnar hefðar pólitískrar túlkunar sem er miðlæg
í femínískum og and-rasískum verkum, í von um að frekari skýringar á hugtakinu
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR