Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 153
152
er vert að hafa hugfast að sjálft kúgunarhugtakið er viðsjált. Byrjum á
stuttu yfirliti yfir nokkrar af þeim kringumstæðum sem með réttu má kalla
kúgandi, í því skyni að rannsaka grundvallaratriði kúgunar.
Best þekkt er sú gerð kúgunar þar sem gerandi eða gerendur misnota
vald sitt til að valda öðrum skaða. Út frá þessu getum við lagt upp með þá
hugmynd að x beiti y kúgun því aðeins að x sé gerandi sem býr yfir valdi
eða yfirráðum og að y verði fyrir óréttmætum eða ranglátum þjáningum
undir valdi x eða vegna óréttmætrar valdbeitingar x. Hér er því haldið
opnu hvers konar valdi er beitt og hvort x og y eru einstaklingar eða hópar.
Lítum fyrst á gerendur og þolendur kúgunar. Um er að ræða fjórar mögu-
legar samsetningar: einstaklingur kúgar einstakling, einstaklingur kúgar
hóp, hópur kúgar einstakling, hópur kúgar hóp.
Má finna trúverðug dæmi um hverja gerð? Fjórða skilgreiningin á
kúgun í annarri útgáfu Oxford English Dictionary virðist, þrátt fyrir að vera
merkt sem úrelt, gefa dæmi þar sem einstaklingur kúgar einstakling: „van-
helgun konu með valdi, nauðgun“.4 Þó að notkun orðsins „kúgun“ sem
samheiti við „nauðgun“ sé úrelt þá lítur fólk stundum svo á að samband
tveggja einstaklinga geti falið í sér kúgun. Sem dæmi má nefna ákveð-
ið samband foreldris og barns eða eiginmanns og eiginkonu. dæmi um
samsetningu af gerð tvö (einstaklingur kúgar hóp) er ef til vill af því tagi
sem algengast hefur verið í sögunni, þar sem það er af sambandi milli
einvalds og þegna hans sem farið hefur úrskeiðis: harðstjórinn er sá sem
kúgar þjóð sína. Einföldustu dæmin um tilfelli þar sem hópar eru kúgarar
byggja á fyrri dæmunum: ef nauðgun er kúgun þá hlýtur hópnauðgun að
vera kúgun hóps á einstaklingi; hið sama gildir um aftöku án dóms og laga
eða þegar hópur pyntar einstakling. Með svipuðum hætti má segja að ef
einstakur harðstjóri getur kúgað þjóðina getur fámennisstjórn væntanlega
gert það líka (eða jafnvel lýðræðislega kjörin stjórn).
Við munum brátt líta á þær gerðir kúgunar sem fela ekki í sér kúgandi
geranda (hóp eða einstakling) en áður skulum við byrja á því að gera grein-
armun á tvenns konar uppsprettu valds í þeim dæmum sem við höfum
skoðað fram að þessu. oft snúast dæmi um kúgun um ósanngjarna vald-
beitingu þar sem uppspretta valds eða yfirráða er í samfélagi eða stofnun;
geri það aðgengilegra og gagnlegra í augum þeirra sem haldnir eru tortryggni
gagnvart þessari hefð.
4 J. A. Simpson og E. S. C. Weiner, (ritstj.), The Oxford English Dictionary, 2. útg.
oxford: Clarendon Press, 1989.
SALLy HASLANGER