Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 154
153
slík dæmi gera ráð fyrir að félagslegt stigveldi (kannski réttmætt en kannski
óréttmætt) sé þegar til staðar. Lítum á nauðgunardæmið. Í nútímasam-
hengi, þar sem oft er viðurkennt að nauðgun snúist um félagslegt vald
en ekki bara um kynlíf, má auðveldlega skilja nauðgunartilfelli með eft-
irfarandi hætti: karlar sem nauðga eru að beita félagslegu valdi sínu yfir
konum með óréttmætum hætti gegnum þvingað kynlíf. (Líklegt má teljast
að þegar um nauðgun er að ræða séu þeir að beita óréttmætu félagslegu
valdi með óréttmætum hætti!)
Þó má halda því fram að stundum sé nauðgun ekki beiting félagslegs
valds: ekki er óhugsandi að nauðgarinn hafi jafnmikið eða jafnvel minna
félagslegt vald en þolandi nauðgunarinnar (munum eftir möguleikanum
á að gerandi og þolandi séu af sama kyni). Ef við höldum áfram að líta á
nauðgun sem dæmigerða fyrir kúgun einstaklings á einstaklingi þá ættum
við kannski að draga þá ályktun að það sem er rangt við kúgun felist í
beitingu valds – ekki aðeins félagslegs valds heldur hvers konar valds,
svo sem líkamlegs valds – til að valda öðrum óréttmætum skaða. Í stuttu
máli: x kúgar y þá og því aðeins að x valdi y skaða með óréttmætum hætti.
Samkvæmt þessari skoðun er kúgun eitthvað meira en aðeins það að valda
skaða (þar sem gert er ráð fyrir að stundum sé hægt að valda skaða með
réttmætum hætti, til dæmis í sjálfsvörn), en kúgun felur ekki nauðsynlega
í sér beitingu félagslegs valds: hryðjuverkamaður getur kúgað gísl með afli
einu saman (með frelsissviptingu, pyntingum og svo framvegis).5 Tilefni
gíslatökunnar getur þá jafnvel verið að fanginn hafi meira félagslegt vald
og yfirráð en hryðjuverkamaðurinn.
Er þetta – að valda óréttmætum skaða – þá ekki kjarni kúgunar? Það
kann að lofa góðu að svo miklu leyti sem kúgun er skilgreind sem eitt-
hvað augljóslega siðferðilega rangt.6 Eins og við höfum séð þá er hugtakið
stundum notað til að lýsa skaðanum sem einstaklingur, kúgarinn, veldur
öðrum, hinum kúgaða. En þá verður kúgunin ekkert annað en óréttmætur
skaði, nema hægt sé að segja eitthvað meira um óréttmæta athöfn en að
hún sé siðlaus. Þetta gefur til kynna að eitthvað vanti í greinargerðina.
Vafalaust eru fleiri en ein leið til að hugsa um kúgun og það ranglæti
sem henni fylgir. Samt er það gagnlegt, trúi ég, að byrja á því að stilla upp
5 Ef því er haldið til streitu að hugtakið „skaði“ hljóti að fela í sér óréttmætan áverka
þá má auðvitað breyta lýsingunni þannig að hún geri ráð fyrir að hægt sé að valda
réttmætum áverka.
6 Þetta skilyrði fyrir fullnægjandi greiningu á rasisma er komið frá J.L.A. Garcia,
„Current Conceptions of Racism“, bls. 6.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR