Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 156
155
við þurfum að horfa jafnt til einstaklinga sem fyrirkomulagsins, til bæði
siðferðilegra og pólitískra brota.8
Hugmyndin um geranda sem kúgar annan er tiltölulega kunnugleg;
ef til vill er það meira framandi að hugsa um lög, stofnanir og venjur sem
kúgandi. Því ætti það að vera gagnlegt að skoða nokkur sennileg dæmi um
kerfislæga kúgun:9
opinská formleg mismunun virðist gefa afdráttarlaus dæmi um •
kerfislæga kúgun: til dæmis löggjöfin sem kennd var við „Jim
Crow“, sem fólst í kynþáttaaðskilnaði í Bandaríkjunum eða afnámi
kosningaréttar og ýmissa annarra réttinda kvenna í Afganistan
undir stjórn talibana.
Samkvæmt „Jim Crow“-lögunum hindruðu kosningagjöld og (oft •
fölsuð) lestrarpróf nánast alla af afrískum uppruna í að kjósa; jafn-
vel þótt slíkum framkvæmdum væri ekki beint gegn Svörtum með
opinskáum hætti þá voru þær kúgandi. Árið 1971 tók hæstiréttur
Bandaríkjanna fyrir mál þar sem Svartir voru með kerfisbundnum
hætti lýstir vanhæfir til að gegna tilteknum störfum vegna prófa sem
ekki var hægt að sýna fram á að hefðu nokkuð með hæfni til starf-
anna að gera. Úrskurður réttarins var að „framkvæmdir, ferli eða
próf sem á yfirborðinu virðast hlutlaus, jafnvel af ásetningi, er ekki
verjandi að nota ef afleiðing þeirra er að viðhalda ástandi sem stafar
af fyrri mismunun“ (Griggs gegn duke Power Co. 401 US 424).
Bandarísk löggjöf um réttindi borgaranna frá sjöunda áratug tuttug-•
ustu aldar hefur verið túlkuð sem svo að stefnu og framkvæmd sem
hefur óréttlætt mismunandi áhrif á minnihlutahópa megi vefengja.
Árið 1985 viðurkenndi hæstiréttur að ranglæti gagnvart fötluðum
geti til dæmis átt sér stað þegar arkitektar hanna byggingar án ská-
brauta fyrir hjólastóla (Alexander gegn Choate 469 US 287). Í áliti
sínu lagði rétturinn áherslu á að ranglát mismunun geti átt sér stað
ekki aðeins vegna óvildar heldur einfaldlega vegna hugsunarleysis
eða skeytingarleysis.
8 Mörkin milli siðferðiskenningar og pólitískrar kenningar eru engan veginn skýr.
ég hneigist til þess að tala um siðferðiskenningu sem kenningu um mannlega
breytni og því sem eitthvað sem á fyrst og fremst við um einstaklinga (og þar með
um hópa). Meginviðfangsefni pólitískrar kenningar er sameiginleg tilhögun okkar,
svo sem hefðir, stofnanir, stefnur og svo framvegis. Vitaskuld samrýmist það þessu
að brot einstaklinga og kerfislægt ranglæti séu hvor tveggja siðferðilega röng.
9 ég vil þakka Elizabeth Anderson fyrir að leggja til sum af þessum dæmum.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR